Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Varmárskóla fimmtudaginn 15. mars kl. 20:00.
Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Mosfellsbæjar, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og skólakór Varmárskóla.
Skáld keppninnar að þessu sinni eru Kristín Helga Gunnarsdóttir og Gyrðir Elíasson.
Efnt var til samkeppni um myndskreytingu boðskorts og dagskrár og verður veitt viðurkenning fyrir það á hátíðinni.
Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Tengt efni
Nemendur úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum
Tveir vinabekkir 1.B og 8.B úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum úr Yrkjusjóði nálægt Köldukvísl nýlega.
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.