Opið hús var í Listaskólanum og hjá Skólahljómsveitinni í kjallara Varmárskóla.
Fjölmenni kom og kynnti sér starfsemina og það sem í boði er fyrir bæjarbúa á sviði listnáms í deildum Listaskólans. Tónlist var í öllum stofum og boðið var upp á vöfflur. Myndlistarskólinn sýndi myndverk á göngum skólans.
Skólahljómsveitin bauð foreldrum nemenda í A-sveit á hljóðfærakynningu og þeim voru kennd undirstöðuatriðin á hljóðfæri barna sinna.
Leikfélag Mosfellssveitar frumsýndi Andlát við jarðarför í Bæjarleikhúsinu á föstudeginum 16. mars en hér má sjá aðra sýningardaga:
- 2. sýning sunnudaginn 18. mars kl. 20:00
- 3. sýning föstudaginn 23. mars kl. 20:00
- 4. sýning sunnudaginn 25. mars kl. 20:00
- 5. sýning föstudaginn 30. mars kl. 20:00
- 6. sýning laugardaginn 31. mars kl. 17:00
Tengt efni
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Stundin okkar
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar er að taka þátt í skemmtilegu verkefni með RÚV.
Dagur Listaskólans 5. mars 2022
Opið hús kl. 11:00-13:00 í Listaskólanum Háholti 14, 3. hæð.
Framlag tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar í NETnótunni
Framlag tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar var flutt í fyrsta þætti NETnótunnar sem sýndur var á N4 þann 13. júní sl.