Opið hús var í Listaskólanum og hjá Skólahljómsveitinni í kjallara Varmárskóla.
Fjölmenni kom og kynnti sér starfsemina og það sem í boði er fyrir bæjarbúa á sviði listnáms í deildum Listaskólans. Tónlist var í öllum stofum og boðið var upp á vöfflur. Myndlistarskólinn sýndi myndverk á göngum skólans.
Skólahljómsveitin bauð foreldrum nemenda í A-sveit á hljóðfærakynningu og þeim voru kennd undirstöðuatriðin á hljóðfæri barna sinna.
Leikfélag Mosfellssveitar frumsýndi Andlát við jarðarför í Bæjarleikhúsinu á föstudeginum 16. mars en hér má sjá aðra sýningardaga:
- 2. sýning sunnudaginn 18. mars kl. 20:00
- 3. sýning föstudaginn 23. mars kl. 20:00
- 4. sýning sunnudaginn 25. mars kl. 20:00
- 5. sýning föstudaginn 30. mars kl. 20:00
- 6. sýning laugardaginn 31. mars kl. 17:00
Tengt efni
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnaði 60 ára afmæli
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnar 60 ára afmæli
Þriðjudaginn 28. maí fagnar skólahljómsveit Mosfellsbæjar 60 ára starfsafmæli kl.18:00 í félagsheimilinu Hlégarði.