Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Vinnuskóla fyrir sumarið 2012. Foreldrar eða forráðamenn þurfa að sækja um Vinnuskólann í gegnum íbúðargátt. Allar upplýsingar um Vinnuskólann er hægt að nálgast á vef Mosfellsbæjar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Vinnuskóla fyrir sumarið 2012.
Foreldrar eða forráðamenn þurfa að sækja um Vinnuskólann í gegnum íbúðargátt.
Allar upplýsingar um Vinnuskólann getið þið nálgast á vef Mosfellsbæjar.
Umsóknafrestur er til 28. Mars 2012.
Tómstundafulltrúi
Edda Davíðsdóttir.
Nánari upplýsingar um vinnuskólann
Vinnuskóli Mosfellsbæjar sumarið 2012 verður starfræktur á tímabilinu 7. júní til 30. júlí.
Skráning í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fer fram í gegnum íbúagátt á www.mos.is/ibuagatt.
Umsóknarfrestur er til 28. mars.
Foreldrar og nemendur eru beðnir að kynna sér efnið hér að neðan.
Daglegur rekstur Vinnuskólans skólans er í höndum tómstundarfulltrúa, Markmið skólans eru:
• Að kenna nemendum að vinna og hegða sér á vinnustað
• Að kenna nemendum að umgangast bæinn sinn
• Að auka skynjun og virðingu nemenda fyrir umhverfinu.
• Að veita nemendum vinnu yfir sumartímann.
Forráðamenn unglinga sækja um vinnu fyrir börnin sín í gegnum Íbúagáttina. Þar er hægt að velja hvaða tímabil unglingurinn vinnur. Þeir sem að sækja um á réttum tíma fá vinnu, en þó með þeim fyrirvara að ekki geta allir átt von á fá vinnu það tímabil sem að þeir óska eftir. Allir umsækjendur munu fá póst sendan þegar að raða hefur verið niður í flokka.
Vinnutímabil:
• 8. bekkur: tvö tímabil A. 7 júní – 29. júní / B. 2 júlí til 25. júlí (52 klst)
• 9. bekkur: tvö tímabil A. 7. júní – 5. júlí / B. 2. júlí til 30. júlí (94 klst)
• 10. bekkur: tvö tímabil A. 7. júní – 5. júlí / B. 2. júlí til 30. júlí (110 klst)
Vinnuskólinn sér um snyrtingu og fegrun bæjarins ásamt því að starfa á athafnasvæðum félaga og klúbba sem staðsett eru í bænum. Flest störf sem eru í boði eru útistörf, svo sem snyrting og umhirða á opnum svæðum, létt viðhald og önnur störf í þeim dúr. Starfsmönnum er skipt upp í hópa, yfirleitt eftir búsetu en við lítum svo á allir þurfi að læra að vinna með hverjum sem er svo að skipting í hópa fer ekki eftir bekkjum eða vinahópum.
Einhver hópur nemenda þjáist af gróðurofnæmi, mismiklu þó. Þeir sem að verst þjást af því geta farið í sérstakan hóp, en eru þó að vinna úti en ekki í beðum og gróðurvinnu. Tekið skal fram á umsókninni ef að þið teljið ykkur eiga heima þar.
Skólasetning vinnuskólans fer fram fimmtudaginn 7. júní kl: 08:30 í félagsmiðstöðinni Ból við Varmárskóla og hefst vinna strax að henni lokinni.
Klæðið ykkur eftir veðri.
Nemendum vinnuskólans ber að fylgja reglum skólans sem að meginmarkmiðum eru þessar:
• Mæta stundvíslega og vinna samviskusamlega
• Fara vel með eignir Vinnuskólans og bera virðingu fyrir eignum annarra
• Ef að um veikindi er að ræða skal forráðamaður tilkynna þau
• Ekki skal talað í farsíma á vinnutíma
• Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður