Sunnudaginn 11. mars fóru fram svæðistónleikar Nótunnar, sem er uppskeruhátíð Tónlistarskólanna. Þrennir tónleikar voru haldnir í Salnum í Kópavogi fyrir nemendur í grunn-, mið- og framhaldsnámi og voru nemendur úr tónlistarskólum í Kraganum, af Suðurlandi og frá Vestmannaeyjum á þessum tónleikum
Sunnudaginn 11. mars fóru fram svæðistónleikar Nótunnar, sem er uppskeruhátíð Tónlistarskólanna.
Þrennir tónleikar voru haldnir í Salnum í Kópavogi fyrir nemendur í grunn-, mið- og framhaldsnámi og voru nemendur úr tónlistarskólum í Kraganum, af Suðurlandi og frá Vestmannaeyjum á þessum tónleikum.
Frá Listaskólanum var eitt einleiksatriði og yngri strengjasveitin og einnig tók elsta sveit Skólahljómsveitarinnar þátt í tónleikunum.
Af 26 atriðum fóru 7 atriði áfram á lokatónleika Nótunnar, sem verða í Hörpunni n.k. sunnudag. Þar af voru bæði atriði Listaskólans valin.
Þess má geta, að í fyrra áttum við líka 2 atriði á lokatónleikum Nótunnar, flautukvartett úr Listaskólanum og Skólahljómsveitina.