Lið Aftureldingar í kvennablakinu vann það frábæra afrek í gær að verða bikarmeistar eftir frækinn sigur á Þrótti frá Neskaupstað 3-0.
Það má segja að nýr kafli hafi verið skrifaður í sögu Aftureldingar með þessum sigri.
Besti spilari leiksins skv. vali sem fram fór á meðan leiknum stóð var fyrirliði Aftureldingar sem leiddi sitt lið til sigurs Zaharina Filipova.
Mosfellsbær óskar Aftureldingu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Tengt efni
Mosfellingur tvöfaldur heimsmeistari
Benedikt Ólafsson 19 ára Mosfellingur var valinn úr stórum hópi Landsliðs Íslands í hestaíþróttum til að taka þátt í Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Hollandi í sumar.
Borðtennisfélag Mosfellsbæjar kynnt á bæjarhátíð
Nýstofnað Borðtennisfélag Mosfellsbæjar stóð fyrir opnu húsi í gær þann 24. ágúst 2023 sem hluta af dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar Íslandsmeistari golfklúbba
Kvenna- og karlasveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar tóku þátt í Íslandsmóti Gólfklúbba um síðastliðna helgi, liðin stóðu sig stórkostlega og urðu bæði Íslandsmeistarar.