Lið Aftureldingar í kvennablakinu vann það frábæra afrek í gær að verða bikarmeistar eftir frækinn sigur á Þrótti frá Neskaupstað 3-0.
Það má segja að nýr kafli hafi verið skrifaður í sögu Aftureldingar með þessum sigri.
Besti spilari leiksins skv. vali sem fram fór á meðan leiknum stóð var fyrirliði Aftureldingar sem leiddi sitt lið til sigurs Zaharina Filipova.
Mosfellsbær óskar Aftureldingu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Tengt efni
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Sjálfboðaliði ársins 2024
Íslandsmót í Cyclocross í Mosfellsbæ