Auglýstar eru skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga breytingar á deiliskipulagi Laugabólslands og Íþróttasvæðis við Varmá (v. fimleikahúss).
Íþróttasvæði við Varmá og Laugabólsland, Mosfellsdal
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögur að breytingum á tveimur deiliskipulagsáætlunum:
- Á deiliskipulagi Laugabólslands, upphaflega samþykktu 18.8.1999, síðast breyttu 3.11.2010. Tillagan felur í sér nánari skilgreiningu á leyfilegri landnotkun, og breytingar á leyfðri hámarksstærð og hæð íbúðarhúsa.
- Á deiliskipulagi íþróttasvæðis við Varmá, upphaflega samþykktu 13.12.2006, síðast breyttu 19.11.2008. Tillaga er gerð um nýjan byggingarreit fyrir íþróttasal, 30 x 43 m, til norðausturs úfrá núverandi íþróttamiðstöð, ætlaðan fyrir fimleika o.fl. íþróttagreinar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 20. apríl 2012.
5. mars 2012,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Breyting á deiliskipulagi Helgafellshverfis: Ný grenndarstöð við Vefarastræti
Grenndarkynning á umsókn um byggingaleyfi – Hjarðarland 1
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 28. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Hjarðarlands 1, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu – Laxatunga 43
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxatungu 43.