Boðað er til þings 17.03 um íþróttir og tómstundir í bænum en á síðustu árum hefur verið unnið að stefnumótun á sviði íþrótta- og tómstundamála. Af þessu tilefni koma saman fulltrúar félaga í Mosfellsbæ, foreldrar, forráðamenn og aðrir íbúar,sem áhuga hafa á þessu málefni.
Íþrótta- og tómstundanefnd boðar til þings laugardaginn 17. mars um íþróttir og tómstundir í bænum
Á síðustu árum hefur verið unnið að stefnumótun á sviði íþrótta- og tómstundamála, sem nú stendur til að leggja lokahönd á. Til að ljúka því verki eru boðaðir saman fulltrúar félaga í Mosfellsbæ, foreldrar, forráðamenn og aðrir íbúar, sem áhuga hafa á íþrótta- og tómstundamálum að koma saman og ræða þessi mál.
Þingið verður haldið i Krikaskóla og stendur frá kl. 9.00 til 12.00.
Boðið er upp á morgunkaffi frá kl. 8.30.
Þinginu lýkur stundvíslega kl 12.00.
Fundarstjórn er í höndum Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar.
17. mars í Krikaskóla 9.00 – 12.00 |
Hér á vef Mosfellsbæjar er unnt að nálgast drög að stefnu bæjarins í íþrótta- og tómstundamálum.