Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar 2011
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2011.
Umhverfisviðurkenningar 2011 veittar á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Á bæjarhátíðinni Í túninu heima veitti umhverfisnefnd Mosfellsbæjar umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2011.
Sumarlestur 2011 - Uppskeruhátíð
Í sumar hefur Sumarlestur verið í gangi í Bókasafninu fyrir börn í 1. – 4. bekk og nú er komið að uppskeruhátíð.
Nýtt tímabil Frístundaávísana að hefjast fyrir veturinn 2011-2012
Frístundaávísanir fyrir veturinn 2011-2012 verða virkar frá 1. september 2011. Mosfellsbær gefur forráðamönnum allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára, árgangar 1994-2005, með lögheimili í Mosfellsbæ kost á frístundaávísun að upphæð 15.000,- kr sem hægt er að nota til að greiða fyrir hvers konar frístundastarf hjá viðurkenndum frístundafélögum eða frístundastofnunum.
Íslandsmet í planki á Miðbæjartorgi
Sett var Íslandsmet í planki á Miðbæjartorgi á föstudagskvöld þegar alls 441 tóku þátt í hópplanki.
Hvatning til dáða í hópplankinu frá Strandabyggð
Tómstundafulltrúi Strandabyggðar sendir Mosfellingum hlýjar kveðjur “í túninu heima” og hvetur Mosfellinga til dáða í hópplankinu í kvöld en Strandabyggð telur sig eiga Íslandsmetið eins og er: http://strandabyggd.is/frettir/Mosfellingar_reyna_vid_Islandsmetid_i_planki/
Stefnt að Íslandsmeti í planki á Miðbæjartorgi í kvöld
Vonast er til þess að Mosfellingar og aðrir gestir á bæjarhátíðinni Í túninu heima setji Íslandsmet í fjöldaplanki á setningarhátíð á Miðbæjartorgi í kvöld.
Leirvogstunguskóli opnaður
Í síðastliðinni viku var Leirvogstunguskóli opnaður og hefur starfsfólk verið á fullu að taka á móti nýjum nemendum.
Verkfall leikskólakennara boðað á mánudag
Félag leikskólakennara (FL) hefur boðað til verkfalls sem hefjast mun mánudaginn 22. ágúst. Deiluaðila greinir á um framkvæmd verkfallsins en þar til það skýrist verður framkvæmdin í samræmi við leiðbeiningar FL.
Í túninu heima 2011 - Bæjarhátíð haldin í sjöunda sinn
Í túninu heima, bæjarhátíð Mosfellsbæjar, verður haldin í sjöunda sinn dagana 25. – 28. ágúst næstkomandi.
Öskudagurinn 2011 í Varmárskóla
Öskudagurinn í Varmárskóla var með skemmtilegu sniði nú eins og árin á undan.
Stærðfræðikeppni grunnskólanema
Nýverið var haldin stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur úr Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti og Mosfellsbæ. Stærðfræðikennarar við Borgarholtsskóla stóðu fyrir keppninni. Verðlaunaafhending var á þriðjudag og hlutu sjö nemendur úr Varmárskóla verðlaun.
Vel heppnuð nemendaferð til Lettlands
Þann 26. mars sl. fóru tveir kennarar og sjö nemendur úr 10. HMH í Varmárskóla til Ventspils í Lettlandi til að taka þátt í verkefninu Start with yourself.
TIL ÍBÚA Í ÁSA- OG HELGAFELLSHVERFI
Framkvæmdir við tvöföldun Vesturlandsvegar frá Álafosstorgi að Þingvallatorgi er nú langt á veg komnar. Um leið og vegurinn verður orðinn tvöfaldur er aðkoma um Ásland í núverandi mynd ekki möguleg. Stefnt er að lokun Áslands eigi síðar en 15. ágúst 2011.
Opnun Hugsteypunnar í Listasal Mosfellsbæjar
Föstudaginn 12. ágúst kl. 16 – 18 verður opnuð sýning myndlistartvíeykisins Hugsteypunnar, Tengslun, kóðun og kerfismyndun í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni gefur að líta þrjár sjálfstæðar innsetningar sem Hugsteypan hefur unnið að undanfarin tvö ár.
Hárspray í Bæjarleikhúsinu
Föstudaginn 5. ágúst síðastliðinn var söngleikurinn Hársprey frumsýndur í Bæjarleikhúsinu hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Að söngleiknum koma 37 ungmenni á aldrinum 13-18 ára sem öll sameina krafta sína í leik, söng, dansi og búningagerð. Söngleikurinn er afrakstur námskeiða..
Til hamingju með 24. ára afmælið, Mosfellingar!
Í dag eru 24 ár liðin frá því að Mosfellsbær var stofnaður og fá Mosfellingar hér með hamingjuóskir í tilefni dagsins.
Nýtt tjaldstæði Mosfellsbæjar
Við eldri deild Varmárskóla er búið að opna nýtt tjaldstæði fyrir ferðamenn í Mosfellsbæ. Á svæðinu er ágæt aðstaða fyrir tjöld, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
Mosverjar á Alheimsmóti í Svíþjóð
Fimmtán Mosverjar eru núna staddir á Alheimsmóti skáta í Svíþjóð ásamt tæplega 300 öðrum Íslendingum.
Mozart og fjórar hendur á flyglinum á Gljúfrasteini
Sunnudaginn 24. júlí, kl. 16:00, munu Anna Guðný Guðmundsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson leika fjórhent á píanó í stofunni á Gljúfrasteini.