Fimmtán Mosverjar eru núna staddir á Alheimsmóti skáta í Svíþjóð ásamt tæplega 300 öðrum Íslendingum.
Mótið var sett við hátiðlega athöfn þann 28. júlí þar sem 39.000 skátar voru saman komnir til að fagna setningu mótsins.
Fánaberar íslensku þjóðarinnar voru Þórhildur Þorbjarnardóttir og Friðrik Sigurðsson, bæði Mosverjar, og voru þau landi og þjóð til mikils sóma. Ákaft var fagnað hjá íslensku þátttakendunum þegar þau gengu á svið með íslenska fánann og þjóðin var tilkynnt.
Tengt efni
Fjölskylduganga á Lágafell á sumardaginn fyrsta
Í tilefni sumarkomu ætla Mosverjar að vera með litla tindaáskorun fyrir börnin og fjölskyldur þeirra.
Gera tröppur upp Úlfarsfell
Unnið er því þessa dagana að gera tröppur upp norðanvert Úlfarsfellið.
Ný hringsjá vígð á toppi Reykjaborgar í tilefni af afmæli Mosfellsbæjar
Þriðjudaginn 15. ágúst var ný hringsjá vígð á toppi Reykjaborgar í tilefni að afmæli Mosfellsbæjar.