Í dag eru 24 ár liðin frá því að Mosfellsbær var stofnaður og fá Mosfellingar hér með hamingjuóskir í tilefni dagsins.
Fjöldi íbúa í dag er rúmlega 8600 og hefur því tvöfaldast á þessum árum. Síðustu ár hefur bæjarhátíðin Í túninu heima verið haldin síðustu helgina í ágúst til þess að fagna afmæli bæjarins. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar verður birt á næstu dögum.
Tengt efni
Fögnum fjölbreytileikanum - Regnbogagata máluð í Mosfellsbæ
Í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, tóku bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til hendinni og máluðu regnbogagötu fyrir framan félagsheimilið Hlégarð.
35 ára afmæli Mosfellsbæjar
Í dag 9. ágúst 2022 fagnar Mosfellsbær 35 ára afmæli sínu en bærinn fékk kaupstaðarréttindi 9. ágúst 1987.
Í túninu heima 2021 – afmæli Mosfellsbæjar
Engin formleg dagskrá verður á vegum Mosfellsbæjar á bæjarhátíðinni Í túninu heima.