Öskudagurinn í Varmárskóla var með skemmtilegu sniði nú eins og árin á undan.
Í skólann mætti fjöldinn allur af furðuverum sem skemmtu sér vel saman.
Nemendur mættu kl. 8:10 og var kennsla til kl. 10:00. Tók þá við fjölbreytt dagskrá s.s. karíokí, kötturinn sleginn úr tunnunni, allir dansa kónga og fleira skemmtilegt. Skólahljómsveitin leiddi kóngadansinn um alla eldri deildina.
Í karíokíkeppni 6. bekkinga sigraði Halldór Ívar Stefánsson í 6-HG. Söng hann lag úr söngleiknum Rocky Horror af mikilli snilld. Í öðru sæti voru Ægir, Erna og Guðbjörn í 6-ÁGM og Úlfar Darri hlaut 3. sætið. Að lokum endaði fjörið með pizzaveislu og voru allir leystir út úr húsi með sælgætispokum í boði foreldrafélagsins.
Tengt efni
Fræðsla um starfsemi bæjarins fyrir 5. bekk Varmárskóla
Fjölbreytt og skemmtilegt starf í Tröllabæ
Einstakt samstarf í baráttunni gegn einelti
Hátt í 200 ungmenni úr Varmárskóla og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ unnu saman í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti, á vel heppnuðu nemendaþingi um einelti.