Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. ágúst 2011

Í tún­inu heima, bæj­ar­há­tíð Mos­fells­bæj­ar, verð­ur hald­in í sjö­unda sinn dag­ana 25. – 28. ág­úst næst­kom­andi.

Með­al nýj­unga á há­tíð­inni í ár eru lit­bolta­völl­ur og lazer-tag auk þess sem stefnt er á að setja ís­lands­met í planki á setn­ing­ar­há­tíð­inni á Mið­bæj­ar­torgi föstu­dags­kvöld.

Þá er í fyrsta sinn í ár boð­ið upp á að­stöðu fyr­ir tjöld, hjól­hýsi og hús­bíla því nýtt tjald­stæði hef­ur ver­ið tek­ið í notk­un við Varmár­skóla. Ókeyp­is að­gang­ur verð­ur að tjald­stæð­inu á bæj­ar­há­tíð­inni og geta Mos­fell­ing­ar því hvatt vini og vanda­menn nær og fjær til að sækja sig heim og upp­lifa þessa skemmti­legu há­tíð með sér.

Hápunkt­ur há­tíð­ar­inn­ar er að vanda á laug­ar­dags­kvöld þeg­ar úti­tón­leik­arn­ir fara fram á Mið­bæj­ar­torgi. Þar koma fram Sveppi og Villi, Hera Björk, Helgi Björns og Reið­menn vind­anna, Vin­ir Sjonna og Steindi Jr. ásamt fé­lög­um.

Há­tíð­in hef­ur göngu sína á fimmtu­dags­kvöld með tón­list­ar­dagskrá í Kaffi Ála­fossi og ung­linga­dans­leik í Hlé­garði. Brekku­söng­ur­inn á föstu­dags­kvöld­inu hef­ur not­ið sí­vax­andi vin­sælda. Í fyrra var met­þátttaka og hafði bleika hverf­ið sig­ur úr být­um í keppn­inni um bestu mæt­ing­una. Heyrst hafa radd­ir um að þeg­ar sé far­ið að und­ir­búa í öðr­um hverf­um hvern­ig tryggja megi að bleik­ir nái ekki að verja tit­il sinn í ár. Karni­val­skrúð­gang­an verð­ur með ögn breyttu sniði í ár. Hverfin hitt­ast hvert um sig og ganga að Mið­bæj­ar­torgi þar sem setn­ing­ar­há­tíð­in fer fram. Ný keppn­is­grein bæt­ist við í ár: skraut­leg­asta skrúð­gang­an. Frést hef­ur að þeg­ar sé uppi áform um skreytta sviðsvagna, hljóð­færa­leik, hverf­islit­ar fíg­úr­ur og þvíum­líkt, svo mik­ill er keppn­is­and­inn.

Á Mið­bæj­ar­torgi verð­ur reynt verð­ur við ís­lands­met í planki. Það­an ganga hverfin öll sam­an í Ull­ar­nes­brekk­urn­ar þar sem kveikt­ur verð­ur varð­eld­ur og sung­inn brekku­söng­ur. Víst er að all­ir geta fund­ið eitt­hvað við sitt hæfi á há­tíð­inni.

Hinir vin­sælu úti­mark­að­ir verða að vanda í Ála­fosskvos og Mos­skóg­um í Mos­fells­dal, sýn­ing­ar­bás­ar verða í Íþróttamið­stöð­inni að Varmá og fjöl­breytt dagskrá á inni- og úti­svæði, tív­olí verð­ur við Hlé­garðstún og sæl­kera­há­tíð í Hlé­garði. Loks má geta þess að Bylgj­an verð­ur með beina út­send­ingu frá há­tíð­inni á laug­ar­deg­in­um kl. 12:00 – 16:00.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00