Þann 26. mars sl. fóru tveir kennarar og sjö nemendur úr 10. HMH í Varmárskóla til Ventspils í Lettlandi til að taka þátt í verkefninu Start with yourself.
Nemendurnir sem fóru í þessa ferð voru Guðmundur Garðar, Anna Lilja, Arndís Lilja, Magni Þór, Konrad, Hrefna og Signý Björg. Ferðin tók eina viku en þetta er samstarfsverkefni fjögurra landa, Íslands, Lettlands, Litháen og Svíþjóðar, og er styrkt af Nordplus Junior.
Nemendur og kennarar frá öllum löndunum, um 50 manns, hittust í Lettlandi og er það í þriðja sinn í vetur sem hópurinn hittist. Ferðin heppnaðist frábærlega, nemendurnir voru skólanum sínum til mikils sóma.