Félag leikskólakennara (FL) hefur boðað til verkfalls sem hefjast mun mánudaginn 22. ágúst. Deiluaðila greinir á um framkvæmd verkfallsins en þar til það skýrist verður framkvæmdin í samræmi við leiðbeiningar FL.
Félag leikskólakennara (FL) hefur boðað til verkfalls sem hefjast mun mánudaginn 22. ágúst. Deiluaðila greinir á um framkvæmd verkfallsins en þar til það skýrist verður framkvæmdin í samræmi við leiðbeiningar FL.
Samkvæmt túlkun FL verða allar leikskóladeildir þar sem deildarstjóri er í FL lokaðar og börnin sem á þeim eru skráð geta því ekki mætt í leikskólann. Þær deildir sem deildarstjórinn er ekki í FL verða opnar og þau börn sem skráð eru þar geta mætt í leikskólann á mánudaginn.
Flestar leikskóladeildir í leikskólum Mosfellsbæjar loka því af þessum sökum komi til verkfalls. Foreldrum er bent á heimasíður viðkomandi leikskóla þar sem nánar er tilgreint hvort einhverjar deildir verði opnar og þá hvaða.
Foreldrum er jafnframt bent á að fylgjast með fréttum af málinu í fjölmiðlum. Ef verkfalli verður aflýst verða allar deildir að sjálfsögðu opnar.
Leikskólagjöld verð ekki innheimt í verkfalli og verða þeir dagar sem búið er að innheimta fyrir ágústmánuð dregnir frá næsta greiðslumánuði, ef til verkfalls kemur.