Sett var Íslandsmet í planki á Miðbæjartorgi á föstudagskvöld þegar alls 441 tóku þátt í hópplanki.
Viðburðurinn var hluti af bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, sem fór fram í sjöunda sinn um liðna helgi.
Gamla metið áttu Strandamenn en á Hamingjudögum á Hólmavík í sumar tóku 212 manns þátt í hópplanki á Hólmavík. Fjöldi viðburða voru í gangi alla helgina en hátíðin stóð frá fimmtudegi til sunnudags.
Mynd: mbl.is/Eggert
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir