Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sunnu­dag­inn 24. júlí, kl. 16:00, munu Anna Guðný Guð­munds­dótt­ir og Snorri Sig­fús Birg­is­son leika fjór­hent á pí­anó í stof­unni á Gljúfra­steini.

Þau munu flytja sónötu í C-dúr eft­ir Wolfgang Ama­deus Moz­art, þá síð­ustu sem hann samdi fyr­ir fjór­hent pí­anó. Tón­leik­arn­ir hefjast kl. 16.00 og að­gangs­eyr­ir er 1000 kr. Barn að aldri ferð­að­ist Moz­art með föð­ur sín­um og syst­ur, Nannerl, um Evr­ópu þvera og endi­langa og spil­uðu systkin­in fyr­ir kónga og ráða­menn. Með­al verka á efn­is­skrá systkin­anna voru tón­smíð­ar fyr­ir fjór­hent pí­anó. Moz­art samdi seinna margt fleira fyr­ir fjór­hent pí­anó en síð­asta verk­ið sem hann samdi af þess­ari gerð er sónatan sem leik­in verð­ur á Gljúfra­steini núna næst­kom­andi sunnu­dag.  Hún var samin í Vín­ar­borg árið 1787 þeg­ar Moz­art var 31 árs gam­all.  Þeg­ar hann hafði lok­ið við að semja verk­ið sendi hann vini sín­um, Gott­fried von Jacquin, baróni, ein­tak og í með­fylgj­andi bréfi bað hann barón­inn að af­henda það syst­ur sinni, Franzisku, og segja henni að byrja strax að æfa sig því verk­ið sé „frem­ur erfitt“.

Anna Guðný Guð­munds­dótt­ir braut­skráð­ist frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík þar sem kenn­ar­ar henn­ar voru Hermína S. Kristjáns­son, Jón Nor­dal og Mar­grét Ei­ríks­dótt­ir og stund­aði fram­halds­nám við Guild­hall School of Mus­ic í London.  Hún hef­ur síð­an starfað á Ís­landi við marg­vís­leg störf pí­an­ist­ans, í kammer­tónlist, sem með­leik­ari og ein­leik­ari. Hún hlaut Ís­lensku tón­list­ar­verð­laun­in 2009 sem flytj­andi árs­ins.  Anna Guðný hef­ur ver­ið pí­anó­leik­ari Kammer­sveit­ar Reykja­vík­ur um langt ára­bil. Hún hef­ur leik­ið inn á um 30 geisladiska með ýms­um lista­mönn­um.  Hún kem­ur reglu­lega fram á Lista­há­tíð í Reykja­vík svo og inn­an rað­ar Tíbrár-tón­leik­anna í Saln­um í Kópa­vogi.  Hún er fast­ráð­in við Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands og kenn­ir við Tón­list­ar­skól­ann í Reykja­vík.

Snorri Sig­fús Birg­is­son stund­aði pí­anónám fyrst hjá Gunn­ari Sig­ur­geirs­syni en inn­rit­að­ist síð­an í Tón­list­ar­skól­ann í Reykja­vík. Þar lærði hann á pí­anó hjá Hermínu S. Kristjáns­son, Jóni Nor­dal og Árna Kristjáns­syni en lagði einn­ig stund á tón­smíð­ar hjá Þor­keli Sig­ur­björns­syni. Hann lauk ein­leik­ara­prófi 1974. 1974-1975 stund­aði hann fram­halds­nám í pí­anó­leik hjá Barry Snyder við Eastman School of Mus­ic í Banda­ríkj­un­um, 1975-76 tón­smíð­anám í Osló hjá Finn Morten­sen og 1976-1978 lærði hann tón­smíð­ar hjá Ton de Leeuw í Amster­dam. Snorri hef­ur starfað í Reykja­vík sem tón­skáld, pí­anó­leik­ari, tón­list­ar­kenn­ari og stjórn­andi síð­an hann kom heim frá námi 1980. Hann er fé­lagi í Cap­ut-hópn­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00