Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2011.
Almenningur og fyrirtæki geta tilnefnt einstakling, stofnun, félagasamtök eða fyrirtæki í Mosfellsbæ sem hefur staðið sig best í að vinna að framgangi jafnréttisáætlunar Mosfellsbæjar.
Tilnefningar eru sendar rafrænt í gegnum vef Mosfellsbæjar.
Tilnefningum skal skilað í síðasta lagi 12. september 2011 og verða viðurkenningarnar veittar í tengslum við jafnréttisdag Mosfellsbæjar þann 18. september 2011.
Tengt efni
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 – framlengdur umsóknarfrestur
Velferðarnefnd, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar, auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023
Velferðarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 22. september 2022
Haldið upp á daginn í Hlégarði kl. 15:00 – 17:00.