Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. ágúst 2011

Von­ast er til þess að Mos­fell­ing­ar og að­r­ir gest­ir á bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima setji Ís­lands­met í fjöldaplanki á setn­ing­ar­há­tíð á Mið­bæj­ar­torgi í kvöld.

Há­tíð­in verð­ur þá sett í sjö­unda sinn.

Í ár verð­ur upp­haf skrúð­göng­unn­ar með ögn breyttu sniði þar sem hverfin hitt­ast hvert um sig og ganga að Mið­bæj­ar­torgi. Það­an ganga all­ir sam­an í Ull­ar­nes­brekk­ur og syngja sam­an við varð­eld.

Íbú­ar safn­ast sam­an eft­ir hverf­islit­um á eft­ir­töld­um stöð­um kl. 19:30:

  • Gul­ir mæta við Olís
  • Rauð­ir mæta við Bæj­ar­leik­hús­ið
  • Bleik­ir mæta við göngu­brú yfir Vest­ur­landsveg, Trölla­teigs­meg­in
  • Blá­ir mæta við Hlé­garð

Lita­skrúð­göng­urn­ar leggja af stað kl. 19:45 og ganga að Mið­bæj­ar­torgi. Stefnt er á að setja Ís­lands­met í fjöldaplanki á stein­veggn­um um­hverf­is Mið­bæj­ar­torg­ið. Að því loknu fer lita­skrúð­ganga allra hverfa frá Mið­bæj­ar­torgi í Ull­ar­nes­brekk­ur þar sem kveikt verð­ur í brennu. Dú­ett­inn Hljóm­ur leið­ir brekku­söng. Ung­l­iða­deild Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils mun síð­an tendra ljós á kyndl­um í lok dag­skrár kl. 22:00

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00