Vonast er til þess að Mosfellingar og aðrir gestir á bæjarhátíðinni Í túninu heima setji Íslandsmet í fjöldaplanki á setningarhátíð á Miðbæjartorgi í kvöld.
Hátíðin verður þá sett í sjöunda sinn.
Í ár verður upphaf skrúðgöngunnar með ögn breyttu sniði þar sem hverfin hittast hvert um sig og ganga að Miðbæjartorgi. Þaðan ganga allir saman í Ullarnesbrekkur og syngja saman við varðeld.
Íbúar safnast saman eftir hverfislitum á eftirtöldum stöðum kl. 19:30:
- Gulir mæta við Olís
- Rauðir mæta við Bæjarleikhúsið
- Bleikir mæta við göngubrú yfir Vesturlandsveg, Tröllateigsmegin
- Bláir mæta við Hlégarð
Litaskrúðgöngurnar leggja af stað kl. 19:45 og ganga að Miðbæjartorgi. Stefnt er á að setja Íslandsmet í fjöldaplanki á steinveggnum umhverfis Miðbæjartorgið. Að því loknu fer litaskrúðganga allra hverfa frá Miðbæjartorgi í Ullarnesbrekkur þar sem kveikt verður í brennu. Dúettinn Hljómur leiðir brekkusöng. Ungliðadeild Björgunarsveitarinnar Kyndils mun síðan tendra ljós á kyndlum í lok dagskrár kl. 22:00
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir