Einstök listsýning fyrir börn
Dagur gegn einelti 8. nóv
Um leið og við hvetjum alla bæjarbúa sem láta sig málefni barna og unglinga í Mosfellsbæ varða til að sýna samstöðu og taka þátt í umræðum um forvarnir í Mosfellsbæ, viljum við benda á Dag eineltis þann 8. nóvember
Fjölmennur foreldrafundur um forvarnir haldinn í Hlégarði
Fjölmennur foreldrafundur um forvarnir og hlutverk foreldra í forvörnum var haldinn í Hlégarði síðastliðinn fimmtudag en fundinn sóttu á annað hundrað íbúar er koma að börnum og unglingum í Mosfellsbæ með einum eða öðrum hætti.
35 ára afmælishátíð í Bæjarleikhúsinu
Leikfélag Mosfellssveitar fagnar um þessar mundir 35 ára starfsafmæli.
Frá Skipulagsnefnd um lokun Áslands
Nýlega sendu íbúar við Ásland, Bæjarás, Hlíðarás, Fellsás og Brúnás bæjaryfirvöldum undirskriftalista þar sem lokun á tengingu Áslands við Vesturlandsveg var mótmælt. Lokunin kom til framkvæmda í haust í tengslum við tvöföldun Vesturlandsvegar. Íbúarnir fóru fram á að áfram yrði mögulegt að beygja af Vesturlandsvegi inn í Ásland …
Nýr hjólastígur meðfram Vesturlandsvegi
Mosfellsbær og Vegagerðin hafa undirritað samning um gerð hjóla- og göngustígs meðfram Vesturlandsvegi. Um er að ræða samgöngustíg sem tengja mun núverandi stígakerfi í Mosfellsbæ við við sveitarfélagamörk við Reykjavík. Möguleikar hjólreiðamanna að komast beina leið milli sveitarfélaganna verða því betri en verið hefur.
Opnun Huldu Hlínar í Listasal Mosfellsbæjar í dag milli 16 og 18
Föstudaginn 7. október kl. 16 – 18 verður opnuð sýning myndlistakonunnar Huldu Hlínar Magnúsdóttur, LITIR – KRÓMATÍSKIR TÖFRAR /COLORS – CROMATIC MAGIC, í Listasal Mosfellsbæjar. Meiri upplýsingar er að finna á vefsíðu Bókasafns og Listasalar Mosfellsbæjar: Bokmos.is
Göngubrú yfir Vesturlandsveg í smíðum
Vegfarendur um Vesturlandsveg hafa tekið eftir framkvæmdum, sem nýlega var byrjað á rétt sunnan vegarins gegnt Krónunni. Þarna er verið að reisa brú fyrir gangandi og hjólandi …
Opin hús fyrir foreldra í Mosfellsbæ
Til foreldra/forráðamanna og annarra áhugasamra
Bíllausi dagurinn 23. september 2011
Bíllausi dagurinn er haldinn ár hvert í tengslum við samgönguvikuna og taka yfir 2000 borgir í Evrópu í átakinu.
Nýleg hjóla- og göngustígakort aðgengileg á ýmsum stöðum í bænum
Í tilefni af evrópskri samgönguviku mun Mosfellsbær hafa nýleg hjóla- og göngustígakort bæjarins aðgengileg á áberandi stöðum í bænum.
Íbúafundur um drög að lýðræðisstefnu í kvöld, þriðjudag kl. 20
Íbúafundur um drög að lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar verður haldinn í Bókasafni Mosfellsbæjar í kvöld, þriðjudaginn 20. september kl. 20. Þar verða drög stefnunnar kynnt og fundargestum gefst tækifæri til að ræða þau og spyrja spurninga. Nálgast má drög stefnunnar á slóðinni www.mos.is/lydraedisnefnd/drog.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2011 haldinn í Hlégarði í dag kl. 15:00
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn í Hlégarði í dag, mánudaginn 19. september, kl. 15:00 – 17:00.
Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ 16. - 22. september 2011
Dagana 16. – 22. september mun Mosfellsbær taka þátt í evrópsku samgönguvikunni, European Mobility Week.
Drög að lýðræðisstefnu kynnt íbúum
Vinna við drög að lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar hefur staðið yfir í um ár og liggja þau nú fyrir. Verða þau kynnt fyrir íbúum jafnt rafrænt sem með íbúafundi. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum um drögin.
Opnun Rósu Sigrúnar Jónsdóttur í Listasal
Rósa Sigrún Jónsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2001 og hefur verið virk í íslensku myndlistarlífi frá námslokum. Auk sýningarhalds hefur hún kennt myndlist, verið sýningarstjóri og tekið að sér ýmis verkefni. Þar má nefna að hún var formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík 2004-2007.
Félagsstarf eldri borgara að hefjast
Dagskrá haustið 2011.
Vetraropnun sundlauga Mosfellsbæjar
Bergsteinn valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011
Bergsteinn Björgúlfsson, kvikmyndagerðarmaður, er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011.
Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar innleiðir umhverfisstefnu
Ný umhverfisstefna bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar var formlega tekin í gagnið á starfsmannafundi í gær.