Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. september 2011

Dagskrá haust­ið 2011.

Ferð til Krísu­vík­ur

Síð­sum­ar­ferð verð­ur farin föstu­dag­inn 16. sept­em­ber og ligg­ur leið­in  til Krísu­vík­ur. Ekið um Sveiflu­háls með­fram Kleif­ar­vatni og  kom­ið m.a. til Her­dís­ar­vík­ur og Stranda­kirkju og síð­an far­ið sem leið ligg­ur til Hvera­gerð­is. Eft­ir stutt stopp þar verð­ur ekið til Stokks­eyr­ar og far­ið á veit­inga­stað­inn Við fjöru­borð­ið, en þar er fyr­ir­hug­að að snæða humarsúpu að hætti húss­ins.  Lagt verð­ur af stað frá Hlað­hömr­um kl. 13.00.

  • Skrán­ing á skrif­stofu fé­lags­starfs­ins kl. 13:00 – 16:00, sími 586-8014 og 692-0814.
  • Verð: þ.e. akst­ur kr. 2.500 sem greið­ist við brott­för og síð­an greið­ir hver fyr­ir sig á mat­staðn­um.

Leik­fimi

Nú ger­um við það sem við get­um til þess að sporna við hrörn­um  lík­amans og stund­um góða leik­fimi með styrkt­ar- og teygjuæf­ing­um und­ir leið­sögn sjúkra­þjálf­ara. Leik­fim­in byrj­ar 22 sept. kl. 10:45 á Eir­hömr­um. Létt­ar æf­ing­ar verða fyrsta hálf­tím­ann, en síð­an taka við  erf­ið­ari æf­ing­ar fyr­ir þá geta meira.

Ath: Ef næg þátttaka næst, þá verð­ur leik­fimi tvisvar í viku.

  • Skrán­ing fer fram á skrif­stofu fé­lags­starfs­ins kl. 13:00 – 16:00 og er jafn­framt tek­ið á móti greiðslu við skrán­ingu
  • Verð: 10 tím­ar, þ.e. einu sinni í viku, kr. 1.920 og 20 tím­ar, þ.e. tvisvar í viku, kr. 3.840

Vor­boð­inn

Kóræf­ing­ar byrja mánu­dag­inn 12. sept. kl. 13:15 í Safn­að­ar­heim­il­inu Þver­holti 3. Í lok æf­ing­ar verð­ur að­al­fund­ur kórs­ins.

Hand­verk

Hand­verks­stof­an á Eir­hömr­um er opin alla virka daga kl. 13.00-16.00.  Vik­una 19. til 23. sept. verð­ur far­ið í korta­gerð.

Tréskurð­ar­nám­skeið byrj­ar fimmtu­dag­inn 15. sept. kl. 12.30.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00