Bergsteinn Björgúlfsson, kvikmyndagerðarmaður, er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011.
Bergsteinn hefur komið að gerð fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda sem kvikmyndatökumaður. Hann var sæmdur viðurkenningunni á bæjarhátíðinni Í túninu heima.
Bergsteinn hefur hlotið Eddu verðlaunin fimm sinnum, fjórum sinnum fyrir kvikmyndatökustjórn og einu sinni fyrir bestu heimildarmyndina en hann framleiddi myndina Syndir feðranna sem fjallaði um drengi sem voru vistaðir á upptökuheimilinu Breiðavík á árunum 1955-1974. Myndin vakti gríðarlega mikla athygli í íslensku samfélagi þar sem löngu grafin leyndarmál voru dregin fram í dagsljósið.