Um leið og við hvetjum alla bæjarbúa sem láta sig málefni barna og unglinga í Mosfellsbæ varða til að sýna samstöðu og taka þátt í umræðum um forvarnir í Mosfellsbæ, viljum við benda á Dag eineltis þann 8. nóvember
Um leið og við hvetjum alla bæjarbúa sem láta sig málefni barna og unglinga í Mosfellsbæ varða til að sýna samstöðu og taka þátt í umræðum um forvarnir í Mosfellsbæ viljum við benda á Dag eineltis þann 8. nóvember – nánar í viðhengi og hér fyrir neðan þar sem óskað er eftir þátttöku stofnanna og vinnustaða til að hringja bjöllum kl.13:00.
Til landsmanna á öllum aldri
Efni: Hringið bjöllum um landið og miðin, – 8. nóv. kl. 13:00, – gegn einelti og kynferðislegu áreiti(ofbeldi).
Árlegur dagur gegn einelti og kynferðislegu áreiti(ofbeldi) 8. nóv. 2011. – Tileinkaður ÖLLUM aldurshópum, jafnt á vinnustöðum sem í skólum. Á elliheimilum sem leikskólum. Eineltissamtökin og Samstarfshópur um Vinnuvernd á Íslandi, beittu sér fyrir því að málþing var haldið á vegum VER í des. 2007. – Þar fæddist sú hugmynd Ásdísar Auðunsdóttur, að koma á fót árlegum degi gegn einelti, til að vekja upp stjórnsýsluna og heim hinnar fullorðnu, gagnvart eineltismálum á Vinnustöðum.
Vinsamlega takið þátt í Árlegum degi gegn einelti og kynferðisáreiti(ofbeldi) 08.11. 2011, á landsvísu. – Hann er ekki síst, helgaður stjórnsýslunni og fullorðna fólkinu.
Hugmyndin er að hringja skipsbjöllum, kirkjubjöllum, vinnustaðbjöllum, skólabjöllum, útidyrabjöllum, hjólabjöllum, eða bjöllum smáum sem stórum. kl. 13:00, 8. nóv. um landið og miðinn, hringinn í kringum landið., til að vekja athygli á eineltismálum.
Vilji er allt sem þarf. – Boltinn er í höndum okkar allra !!! Eineltissamtökin, (stofnsett 1998), Samstarfshópur um Vinnuvernd á Íslandi(2006) og Sérsveit gegn einelti(2009).songholl[hjá]internet.is
Í tilefni dagsins var undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti. Forsætisráðherra er verndari átaksins og undirrituðu velferðarráðherra, fjármálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra sáttmálann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og Jón Gnarr borgarstjóri fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Ennfremur eru fjöldi félaga og samtaka aðilar að samningnum.
Allir geta undirritað þjóðaráttmálann, sjá nánar á meðfylgjandi slóð: http://gegneinelti.is.
Vakin er athygli á nýjum vef um aðgerðir gegn einelti og kynferðislegri áreitni.
Vefurinn kallast „Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni“ og er búinn til af Kolbrúnu Baldursdóttur, sálfræðingi. Sjá nánar: www.kolbrunbaldurs.is