Fjölmennur foreldrafundur um forvarnir og hlutverk foreldra í forvörnum var haldinn í Hlégarði síðastliðinn fimmtudag en fundinn sóttu á annað hundrað íbúar er koma að börnum og unglingum í Mosfellsbæ með einum eða öðrum hætti.
Dr. Álfgeir Logi og Páll Ólafsson héldu fyrirlestur. Um leið og þakkað er fyrir frábæra mætingu viljum við minna á að næsta opna hús Skólaskrifstofu verður 30. nóvember í Listasal Mosfellsbæjar þar sem annar vinkill forvarna verður tekinn fyrir eða áreiti og ber fyrirlesturinn yfirskriftina Kenndu mér að segja nei þá veit ég hvenær ég á að segja já. Opna húsið hefst kl. 20 og stendur til kl. 21.
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar