Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Dag­ana 16. – 22. sept­em­ber mun Mos­fells­bær taka þátt í evr­ópsku sam­göngu­vik­unni, Europe­an Mobility Week.

Yf­ir­skrift vik­unn­ar að þessu sinni er Sam­göng­ur fyr­ir alla.

Til­gang­ur sam­göngu­vik­unn­ar er að vekja at­hygli á vist­væn­um sam­göng­um og hvetja al­menn­ing til að nýta sér vist­vænni sam­göngu­máta, eins og al­menn­ings­sam­göng­ur og  hjól­reið­ar.

Í til­efni sam­göngu­vik­unn­ar verð­ur boð­ið uppá ýmsa við­burði tengda vist­væn­um sam­göng­um bæði í Mos­fells­bæ og ann­ars stað­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Með­al þess sem verð­ur í boði er mál­þing um vist­væn­ar sam­göng­ur Hjól­um til fram­tíð­ar, sem hald­ið verð­ur í Iðnó föstu­dag­inn 16. sept­em­ber og fjöl­skyldu­há­tíð Strætó bs. sem hald­in verð­ur í höf­uð­stöðv­um þess að Hest­hálsi laug­ar­dag­inn 17. sept­em­ber, þar sem ýmis leik­tæki verða í boði fyr­ir börn­in.

Mos­fells­bær mun í til­efni vik­unn­ar einn­ig vekja at­hygli á göngu- og hjóla­stíga­kort­um bæj­ar­ins á vef bæj­ar­ins og á helstu stöð­um í bæn­um s.s. á bóka­safni Mos­fells­bæj­ar og íþróttamið­stöðv­um við Varmá og Lága­fell.

Skól­arn­ir í Mos­fells­bæ eru einn­ig hvatt­ir til að taka virk­an þátt í sam­göngu­vik­unni, og eru for­eldr­ar jafnt sem starfs­fólk þeirra hvatt til að skilja bíl­inn eft­ir heima á Bíl­lausa deg­in­um sem hald­inn er fimmtu­dag­inn 22. sept­em­ber.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00