Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. nóvember 2011

Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar fagn­ar um þess­ar mund­ir 35 ára starfsaf­mæli.

Af því til­efni verð­ur hald­in af­mæl­is­há­tíð í Bæj­ar­leik­hús­inu dag­ana 1. – 4. nóv­em­ber.

Í kvöld, þriðju­dag­inn 1. nóv­em­ber kl. 20, verð­ur sýnd sýn­ing­in Mór­ar og meyj­ar – drauga­sög­ur í tali og tón­um eft­ir Maríu Guð­munds­dótt­ur og Birgi Sig­urðs­son. Í sýn­ing­unni eru svið­sett­ar magn­að­ar drauga­sög­ur úr Mos­fells­sveit­inni og af Akra­nesi. Feðg­arn­ir á Tind­um, Atli, Bjarni og Guð­laug­ur (Tindatríó­ið) ásamt Sveini Arn­ari sjá um við­eig­andi tón­listar­flutn­ing.

Mið­viku­dag­inn 2. nóv­em­ber kl. 20 verð­ur boð­ið upp á sýni­kennslu í sirku­slist­um. Þá mun Eg­ill Wild ásamt að­stoð­ar­mönn­um sýna og kenna grunn­atriði í sirku­slist­um.

Föstu­dag­inn 4. nóv­em­ber kl. 20 eru gest­ir boðn­ir vel­komn­ir í leik­hús­ið og fylgjast með op­inni æf­ingu.

Að­gang­ur er ókeyp­is á alla at­burð­ina og eru bæj­ar­bú­ar hvatt­ir til að láta sjá sig í leik­hús­inu.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00