Leikfélag Mosfellssveitar fagnar um þessar mundir 35 ára starfsafmæli.
Af því tilefni verður haldin afmælishátíð í Bæjarleikhúsinu dagana 1. – 4. nóvember.
Í kvöld, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20, verður sýnd sýningin Mórar og meyjar – draugasögur í tali og tónum eftir Maríu Guðmundsdóttur og Birgi Sigurðsson. Í sýningunni eru sviðsettar magnaðar draugasögur úr Mosfellssveitinni og af Akranesi. Feðgarnir á Tindum, Atli, Bjarni og Guðlaugur (Tindatríóið) ásamt Sveini Arnari sjá um viðeigandi tónlistarflutning.
Miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20 verður boðið upp á sýnikennslu í sirkuslistum. Þá mun Egill Wild ásamt aðstoðarmönnum sýna og kenna grunnatriði í sirkuslistum.
Föstudaginn 4. nóvember kl. 20 eru gestir boðnir velkomnir í leikhúsið og fylgjast með opinni æfingu.
Aðgangur er ókeypis á alla atburðina og eru bæjarbúar hvattir til að láta sjá sig í leikhúsinu.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.