Listasalur Mosfellsbæjar kynnir sýninguna „Úlfur Úlfur“ sem stendur frá 12. nóvember til 10. desember. Í fyrsta skipti í sögu Listasalar Mosfellsbæjar verða börn höfð að leiðarljósi og þeim sýnt hvað list er skemmtileg og hrífandi. Lögð er áhersla á gleði, leiki, ljós og allt sem undrun vekur.
Listasalur Mosfellsbæjar kynnir sýninguna „Úlfur Úlfur“ sem stendur frá 12. nóvember til 10. desember. Í fyrsta skipti í sögu Listasalar Mosfellsbæjar verða börn höfð að leiðarljósi og þeim sýnt hvað list er skemmtileg og hrífandi. Lögð er áhersla á gleði, leiki, ljós og allt sem undrun vekur. Karamellubréf á flugi, varðeldur, örsmá list sem þarfnast stækkunarglers, tónlist, dýraskúlptúrar, risa kíkir og svo listaverk sem sýningargestir geta tekið þátt í.
Sjón er sögu ríkari!
Sýningin er samsýning 7 listamanna, þeir eru:
Guðmundur Thoroddsen
Marguerite Keyes
Ragnheiður Káradóttir
Sara Riel
Sigurlaug Gísladóttir
Steinunn Harðardóttir
Sigríður Liv Ellingsen
Sýningarstjóri er Lilja Birgisdóttir
Börn skulu vera í umsjá fullorðinna þegar sýningin er skoðuð.
Opnun sýningarinnar verður á laugardaginn, 12. nóv., frá kl. 13-15.