Fjör fyrir alla fjölskylduna - bæjarhátíð um helgina
Um helgina verður bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, haldin í sjötta sinn og vonum við að þú finnir þér eitthvað til skemmtunar af þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á dagskrá.
Útimarkaður í Álafosskvos á bæjarhátíðinni
Útimarkaður verður haldinn í Álafosskvos á bæjarhátíðinni, laugardag og sunnudag kl. 12-16.
Mos-Lækjartorg hraðferð
Vakin er athygli á því að á virkum dögum ekur vagn frá Strætó BS tvær hraðferðir milli Mosfellsbæjar og miðborgar Reykjavíkur. Um er að ræða leið nr. 6 sem leggur af stað frá Háholti í Mosfellsbæ kl. 7:19 og 8:19. Um 15 mínútur tekur að aka frá miðbæ Mosfellsbæjar að Lækjartorgi.
Ökumenn hvattir til að sýna aðgát
Ökumenn í Mosfellsbæ eru hvattir til að sýna aðgát í umferðinni. Skólarnir eru að hefjast og fjöldi barna að feta sín fyrstu skref í umferðinni ein síns liðs.
Skólaakstur gegn gjaldi í Borgarholtsskóla
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur að tillögu bæjarstjóra tekið ákvörðun um aðbjóða nemendum í Mosfellsbæ upp á skólaakstur í Borgarholtsskóla gegngjaldi á haustönn. Skólaaksturinn verður í tilraunaskyni fram tiláramóta og tekin verður ákvörðun um framhaldið í ljósi þess hvernigþátttakan verður.
Vetraráætlun Strætó 2010 hefur tekið gildi
Vetraráætlun Strætó hefur nú tekið gildi sem þýðir að tíðni ferða eykst á ný og verður svipuð og síðastliðinn vetur.
Mosfellsbær og Umferðarstofa gera samning um umferðaröryggisáætlun
Mosfellsbær og Umferðarstofa hafa undirritað samning um gerðumferðaröryggisáætlunar. Með samningnum skuldbindur Mosfellsbær sig tilað gera sérstaka umferðaröryggisáætlun, sem miðar að auknuumferðaröryggi í bæjarfélaginu.
Steypuhreiður og fúnkísfuglar - sýningaropnun í Listasal
Föstudaginn 20. ágúst kl. 17.00 verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar sýning Hildar Margrétardóttur, steypuhreiður og fúnkísfuglar. Allir eru velkomnir á sýninguna sem opin er á afgreiðslutíma Bókasafnsins.
Nemakort í Strætó í umferð á ný
Nú styttist í að framhaldsskólar og háskólar hefji störf eftir sumarfrí sem þýðir jafnframt að nemakort Strætó fara í umferð á ný.
Jafnréttisviðurkenning 2010 - Ósk um tilnefningu
Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar gerir ráð fyrir því að árlega sé þeim einstaklingi, stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum í Mosfellsbæ sem hefur staðið sig best í að vinna að framgangi jafnréttisáætlunarinnar veitt jafnréttisviðurkenning.
Dagskrá bæjarhátíðar að skýrast
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin helgina 27.-29.ágúst og er dagskráin óðum að taka á sig mynd. Verður hún að vandafjölbreytt, metnaðarfull og skemmtileg. Hátíðin verður sett áMiðbæjartorgi föstudagskvöldið 27. ágúst og boðið verður upp á fjöldaspennandi viðburða alla helgina, víðs vegar um bæinn.
Frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar !
Kaldavatnslaust verður í Löndum, Helgafellshverfi, Ásahverfi og Álafosskvos í dag frá kl. 10 – 12. Vatnsveita Mosfellsbæjar
Til hamingju með 23. ára afmælið, Mosfellingar!
Í dag eru 23 ár liðin frá því að Mosfellsbær var stofnaður og fá Mosfellingar hér með hamingjuóskir í tilefni dagsins.
Grænmetismarkaðurinn að Mosskógum í Mosfellsdal á laugardögum
Ellefta sumar Grænmetismarkaðarins að Mosskógum í Mosfellsdal er nú hafið og verður opið á laugardögum frá kl 12:00 – 16:00 í allt sumar og fram á haust.
Hans klaufi í Hlégarði fimmtudaginn 29. júlí 2010
Leikhópurinn Lotta sýnir nýjasta verk sitt, Hans klaufa, á túninu við Hlégarð á fimmtudaginn 29. júlí kl. 18:00.
Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2010
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2010.
19.7.2010: Sólvellir - breyting á aðalskipulagi, forkynning
Vegna áforma um sérhæfða heilbrigðisstofnun og hótel í tengslum við hana á reit í eigu bæjarins úr landi Sólvalla, er í bígerð tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Sumartorg í dag kl. 16:00 - Klifurturn, sparkmörk og fleira!
Í dag kl. 16:00 verður mikið húllumhæ á Miðbæjartorginu okkar!
Frábær sólbaðsaðstaða að Varmá
Mosfellingar eru hvattir til að koma og njóta góða veðursins í sundlauginni að Varmá.
Fullt út úr dyrum á tónleikum á miðvikudagskvöld
Fullt var út úr dyrum á tónleikunum ,,Manstu gamla daga” á Bókasafni Mosfellsbæjar í gærkveldi. Ætla má að ríflega 130 manns hafi sótt viðburðinn og var gerður góður rómur að dagskránni.