Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. ágúst 2010

Vetr­aráætlun Strætó hef­ur nú tek­ið gildi sem þýð­ir að tíðni ferða eykst á ný og verð­ur svip­uð og síð­ast­lið­inn vet­ur.

Jafn­framt breyt­ist akst­ur um Grafar­vog og Grafar­holt nokk­uð með nýrri vetr­aráætlun að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Strætó Bs.

Tíðni strætó­ferða eykst á níu strætó­leið­um með nýrri vetr­aráætlun. Leið­ir 2, 3, 4, 11, 12, 14 og 15 aka nú á 15 mín­útna tíðni á anna­tíma (6:30 – 9:00 og 14:00 – 18:00) á virk­um dög­um í stað 30 mín­útna tíðni í sum­ar, og leið­ir 1 og 6 aka á 15 mín­útna tíðni frá kl. 6:30 til kl. 18 á virk­um dög­um.

Árs­tíða­bundn­ar breyt­ing­ar á akstri Strætó fylgja eft­ir­spurn, því jafn­an dreg­ur úr notk­un strætó yfir sum­ar­tím­ann þeg­ar skól­ar eru ekki starf­andi og fólk tek­ur sum­ar­frí. Eft­ir­spurn­in eykst á ný upp úr miðj­um ág­úst­mán­uði sem er mætt með auk­inni tíðni ferða yfir vet­ur­inn.

Með nýrri vetr­aráætlun breyt­ist jafn­framt akst­ur um Grafar­vog og Grafar­holt nokk­uð, því héð­an í frá mun leið 6 tengja sam­an flest hverfi Grafar­vogs og fara um Borga- og Staða­hverfi á 15 mín­útna fresti á virk­um dög­um en á 30 mín­útna fresti á kvöld­in og um helg­ar. Leið 6 mun jafn­framt aka um Grafar­holt­ið á kvöld­in og um helg­ar og þann­ig tengja hverf­ið við nánast allt frí­stund­ast­arf í Grafar­vogi á þeim tím­um. Leið­ir 31 og 32 sem áður keyrðu um Grafar­vog­inn munu hins veg­ar hætta akstri. Þess­ar breyt­ing­ar í Grafar­vogi voru unn­ar af þver­póli­tísk­um vinnu­hópi og voru kynnt­ar fyr­ir íbú­um svæð­is­ins á íbúa­fundi þann 14. janú­ar 2010. Taka ber fram að leið 26 mun áfram veita sömu þjón­ustu í Grafar­vogi og Grafar­holti og síð­asta vet­ur.

„Taln­ing­ar okk­ar síð­ustu árin hafa sýnt að far­þeg­ar í Grafar­vogi hafa notað leið 6 mun meira en 31 og 32, jafn­vel þótt þeir hafi þurft að ganga lengra í strætó. Því er farin þessi leið að færa leið 6 nær íbú­um hverf­is­ins, sem hef­ur það m.a. í för með sér að akst­ur­s­tíðni um hverf­ið eykst á dag­tíma og börn geta ferð­ast um hverf­ið til frí­stund­astarfs án þess að skipta um vagn. Breyt­ing­arn­ar fela ekki í sér sparn­að fyr­ir Strætó en það er von okk­ar að með þessu sé þjón­ust­an bet­ur snið­in að þörf­um íbúa Grafar­vogs,“ seg­ir Ein­ar Kristjáns­son, sviðs­stjóri skipu­lags- og þró­un­ar­sviðs Strætó bs.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um sum­aráætl­un­ina er að finna á vef Strætó og í síma 540-2700. Nýj­ar leiða­bæk­ur eru fá­an­leg­ar á öll­um sölu­stöð­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00