Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. ágúst 2010

    BorgarholtsskóliBæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur að til­lögu bæj­ar­stjóra tek­ið ákvörð­un um að­bjóða nem­end­um í Mos­fells­bæ upp á skóla­akst­ur í Borg­ar­holts­skóla gegn­gjaldi á haustönn. Skóla­akst­ur­inn verð­ur í til­rauna­skyni fram til­ára­móta og tekin verð­ur ákvörð­un um fram­hald­ið í ljósi þess hvernig­þátt­tak­an verð­ur.

    BorgarholtsskóliBæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur að til­lögu bæj­ar­stjóra tek­ið ákvörð­un um að bjóða nem­end­um í Mos­fells­bæ upp á skóla­akst­ur í Borg­ar­holts­skóla gegn gjaldi á haustönn. Skóla­akst­ur­inn verð­ur í til­rauna­skyni fram til ára­móta og tekin verð­ur ákvörð­un um fram­hald­ið í ljósi þess hvern­ig þátt­tak­an verð­ur.

    Á síð­asta ári var ákveð­ið að hætta skóla­akstri milli Mos­fells­bæj­ar og Borg­ar­holts­skóla. Ákvörð­un­in var tekin á eft­ir­far­andi for­send­um:

    ·         Rekst­ur fram­halds­skóla er al­far­ið á ábyrgð rík­is­ins og því ber Mos­fells­bæ í raun ekki að veita þessa þjón­ustu. Þeg­ar ákveð­ið var að bjóða upp á skóla­akst­ur var það gert til að koma til móts við fram­halds­skóla­nem­end­ur í Mos­fells­bæ sem þá gátu ekki sótt fram­halds­skóla í sín­um heima­bæ. Ákveð­ið að þjón­ust­an yrði veitt þang­að til fram­halds­skóli yrði starf­rækt­ur í Mos­fells­bæ. Fram­halds­skól­inn í Mos­fells­bæ tók til starfa síð­ast­lið­ið haust.

    ·         Fram­halds­skóla­nem­end­ur í Mos­fells­bæ sem stunda nám í öðr­um skól­um sitja ekki við sama borð og nem­end­ur í Borg­ar­holts­skóla. Nem­end­ur í öðr­um skól­um fá ekki frí­an, bein­an akst­ur milli heim­il­is og skóla. Þeir þurfa að nota strætó eða að­r­ar sam­göngu­leið­ir og jafn­framt að greiða fyr­ir það.

    Vegna áskor­un­ar frá nem­end­um og for­ráða­mönn­um þeirra ákvað bæj­ar­ráð að end­ur­skoða þessa ákvörð­un og hef­ur ákveð­ið að bjóða upp á áfram­hald­andi þjón­ustu við nem­end­ur í Borg­ar­holts­skóla í til­rauna­skyni nú á haustönn. Nem­end­um verði þó gert að greiða fyr­ir þjón­ust­una. Mos­fells­bær greið­ir samt sem áður meg­in­kostn­að­inn við þjón­ust­una.
     
    Fyr­ir­komulag skóla­akst­urs á haustönn 2010 verð­ur því með eft­ir­far­andi hætti:

    ·         Akst­ur sam­kvæmt tíma­töflu síð­asta árs. Fyrsta ferð fer mánu­dag­inn 23. ág­úst. Síð­asta ferð fer síð­asta kennslu­dag, 30. nóv­em­ber.
             07:45  Reykja­veg­ur / Hafra­vatns­veg­ur (stræt­is­vagna­bið­stöð)
             07:49 Þver­holt við Kjarna
             07:51 Lága­fells­skóli / stræt­is­vagna­bið­stöð
             08:00 Borg­ar­holts­skóli

    ·         Nem­end­ur kaupa sér­stök skóla­strætó­kort hjá Þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, 1. hæð, Þver­holti 2, Kjarna (við hlið­ina á Bóka­safni).  Verð kr. 12.000, sem er að­eins ódýr­ara en þriggja mán­aða kort hjá Strætó. Kort þessi gilda ein­göngu í skóla­strætó milli Mos­fells­bæj­ar og Borg­ar­holts­skóla á tíma­bil­inu 1. sept­em­ber til og með 30. nóv­em­ber 2010.

    ·         Frítt er í skóla­strætó í ág­úst. Nem­end­ur verða að vera komn­ir með skóla­strætó­kort fyr­ir 1. sept­em­ber.  Ef færri en 20 nem­end­ur hafa keypt sér kort fyr­ir 1. sept­em­ber verð­ur ekki unnt að veita þjón­ust­una og þeir sem hafa keypt kort fá þau end­ur­greidd. Verð­ið á kort­un­um er hið sama út önn­ina.

    ·         Ekki verð­ur boð­ið upp á skóla­akst­ur á próf­tíma­bili. Reynsla síð­ustu ára sýn­ir að nánast eng­in nýt­ing er á skólar­útu á próf­tíma.

    Kaupa má kort  með því að senda tölvu­póst á net­fang­ið mos[hja]mos.is þar sem fram þurfa að koma eft­ir­far­andi upp­lýs­ing­ar: nafn, kennitala, síma­núm­er. Lit­mynd þarf að fylgja. Greitt er fyr­ir kort­ið í Þjón­ustu­veri þeg­ar það er sótt. Þjón­ustu­ver­ið er opið alla virka daga kl. 8-16.

    All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar í s. 525 6700.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00