Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. júlí 2010

    Fullt var út úr dyr­um á tón­leik­un­um ,,Manstu gamla daga” á Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar í gær­kveldi. Ætla má að ríf­lega 130 manns hafi sótt við­burð­inn og var gerð­ur góð­ur róm­ur að dag­skránni.

    Fullt var út úr dyr­um á tón­leik­un­um ,,Manstu gamla daga” á Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar í gær­kveldi. Ætla má að ríf­lega 130 manns hafi sótt við­burð­inn og reynd­ist það starfs­mönn­um bóka­safns­ins mik­il þraut að finna sæti fyr­ir all­an fjöld­ann.

    Haft er eft­ir Sig­urði Ing­va Snorra­syni kla­rín­ettu­leik­ara í loka­at­riði tón­leik­anna: ,,Það er ekki vegna stæri­leika að við blás­ar­ar stönd­um – held­ur ein­fald­lega vegna þess að öll sæti í hús­inu eru í notk­un, sem er mjög gleði­legt!”

    Alls komu fram sautján flytj­end­ur, ým­ist mos­fellsk­ir eða þá tengd­ir Mos­fells­bæ á einn eða ann­an hátt.
    Bæði var um að ræða þaul­reynt tón­listar­fólk og ungt fólk í tón­list­ar­námi. Flutt voru dæg­ur­lög frá ár­un­um 1940-1960.

    Mik­il stemn­ing var í saln­um og í hléi var boð­ið upp á kakó og klein­ur. Í lok tón­leik­anna var hljóm­sveit­in klöpp­uð upp og var þá tit­illag hljóm­leik­anna, ,,Manstu gamla daga?” end­ur­tek­ið við mik­inn fögn­uð.

    Það voru því ánægð­ir áheyr­end­ur sem héldu út í sum­ar­regn­ið á mið­viku­dags­kvöld.

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00