Fullt var út úr dyrum á tónleikunum ,,Manstu gamla daga” á Bókasafni Mosfellsbæjar í gærkveldi. Ætla má að ríflega 130 manns hafi sótt viðburðinn og var gerður góður rómur að dagskránni.
Fullt var út úr dyrum á tónleikunum ,,Manstu gamla daga” á Bókasafni Mosfellsbæjar í gærkveldi. Ætla má að ríflega 130 manns hafi sótt viðburðinn og reyndist það starfsmönnum bókasafnsins mikil þraut að finna sæti fyrir allan fjöldann.
Haft er eftir Sigurði Ingva Snorrasyni klarínettuleikara í lokaatriði tónleikanna: ,,Það er ekki vegna stærileika að við blásarar stöndum – heldur einfaldlega vegna þess að öll sæti í húsinu eru í notkun, sem er mjög gleðilegt!”
Alls komu fram sautján flytjendur, ýmist mosfellskir eða þá tengdir Mosfellsbæ á einn eða annan hátt.
Bæði var um að ræða þaulreynt tónlistarfólk og ungt fólk í tónlistarnámi. Flutt voru dægurlög frá árunum 1940-1960.
Mikil stemning var í salnum og í hléi var boðið upp á kakó og kleinur. Í lok tónleikanna var hljómsveitin klöppuð upp og var þá titillag hljómleikanna, ,,Manstu gamla daga?” endurtekið við mikinn fögnuð.
Það voru því ánægðir áheyrendur sem héldu út í sumarregnið á miðvikudagskvöld.