Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. ágúst 2010

    Í túninu heimaUm helg­ina verð­ur bæj­ar­há­tíð Mos­fells­bæj­ar, Í tún­inu heima, hald­in í sjötta sinn og von­um við að þú finn­ir þér eitt­hvað til skemmt­un­ar af þeim fjöl­mörgu við­burð­um sem eru á dagskrá.

    Í túninu heimaUpp­lýs­ing­ar um há­tíð­ina og dag­skrána má finna í nýj­asta tölu­blaði Mos­fell­ings og einn­ig hér á vef Mos­fells­bæj­ar.
    Mos­fell­ing­ar munu á næstu dög­um fá inn um bréfal­úgu sína barm­merki ísín­um hverf­islit, sem við hvetj­um ykk­ur til að bera um há­tíð­ina – og að­sjálf­sögðu áfram að henni lok­inni.

    Nálg­ast má fleiri merki í Þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar í vik­unni eða á básMos­fells­bæj­ar í sýn­ing­ar­sal í Íþróttamið­stöð­inni að Varmá kl. 13-17 álaug­ar­dag og 13-16 á sunnu­dag.

    Hér að neð­an eru tald­ir upp helstu við­burð­ir há­tíð­ar­inn­ar. Dag­skrána í heild sinni má nálgst hér.

    Fimmtu­dag­ur 26. ág­úst
    Mos­fells­bær skreytt­ur, ung­linga­dans­leik­ur í Hlé­garði.

    Föstu­dag­ur 27. ág­úst
    Setn­ing­ar­há­tíð á Mið­bæj­ar­torgi, karni­val­skrúð­ganga að Ull­ar­nes­brekk­um, brekku­söng­ur, varð­eld­ur. Tív­olí á Hlé­garðstúni.

    Laug­ar­dag­ur 28. ág­úst
    Há­tíð­ar­dagskrá í íþrótta­húsi, dansk­ir dag­ar í Hlé­garði,dönsk veisla og Bogomil Font. Sultu­keppni og mark­að­ur í Mos­skóg­um í Mos­fells­dal og mark­að­ur í Ála­fosskvos, Boot Camp keppn­in, forn­véla­sýn­ing – elsta flug­vél lands­ins til sýn­is á Tungu­bakka­velli – kara­mellukast, götugrill. Rauði kross­inn með ör­nám­skeið í skyndi­hjálp og end­ur­lífgun á há­tíð­ar­sviði kl. 15. Lísa í Undralandi í Bæj­ar­leik­hús­inu kl. 16.
    Stór­tón­leik­ar á Mið­bæj­ar­torgi: kl. 20.30-21.00: Með­lim­ir Mem­f­is­mafíunn­ar hætta sér úr fylgsn­um sín­um til að leika og syngja lög af barna­plöt­unni sí­vin­sælu “Gilli­gill” og hinni flunku­nýju “Fág­un­ar­skóli pró­fess­ors­ins á Diskó­eyju”. Kl. 21-23: Baggal­út­ur, Hafdís Huld, Steindi Jr, Ingó og Hreindís Ylfa og fé­lag­ar. List­flug í upp­haf tón­leika og flug­elda­sýn­ing í lokin. Stórd­ans­leik­ur með Gildrunni í Íþrótta­hús­inu að Varmá að lokn­um tón­leik­um. Tív­olí á Hlé­garðstúni.

    Sunnu­dag­ur 29. ág­úst
    Dansk­ir dag­ar í Hlé­garði, opið hús á Bakka­kotsvelli, leit­in að magn­að­asta hund­in­um í Mos­fells­bæ, atorku­hlaup­ið, há­tíð­ar­dagskrá og kór­a­veisla í Íþrótta­hús­inu að Varmá, sölu- og sýn­ing­ar­bás­ar, Óperuídýf­urn­ar Dav­íð og Stefán, stofu­tón­leik­ar að Gljúfra­steini. Tív­olí á Hlé­garðstúni.Lísa í Undralandi í Bæj­ar­leik­hús­inu kl. 16.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00