Um helgina verður bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, haldin í sjötta sinn og vonum við að þú finnir þér eitthvað til skemmtunar af þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á dagskrá.
Upplýsingar um hátíðina og dagskrána má finna í nýjasta tölublaði Mosfellings og einnig hér á vef Mosfellsbæjar.
Mosfellingar munu á næstu dögum fá inn um bréfalúgu sína barmmerki ísínum hverfislit, sem við hvetjum ykkur til að bera um hátíðina – og aðsjálfsögðu áfram að henni lokinni.
Nálgast má fleiri merki í Þjónustuveri Mosfellsbæjar í vikunni eða á básMosfellsbæjar í sýningarsal í Íþróttamiðstöðinni að Varmá kl. 13-17 álaugardag og 13-16 á sunnudag.
Hér að neðan eru taldir upp helstu viðburðir hátíðarinnar. Dagskrána í heild sinni má nálgst hér.
Fimmtudagur 26. ágúst
Mosfellsbær skreyttur, unglingadansleikur í Hlégarði.
Föstudagur 27. ágúst
Setningarhátíð á Miðbæjartorgi, karnivalskrúðganga að Ullarnesbrekkum, brekkusöngur, varðeldur. Tívolí á Hlégarðstúni.
Laugardagur 28. ágúst
Hátíðardagskrá í íþróttahúsi, danskir dagar í Hlégarði,dönsk veisla og Bogomil Font. Sultukeppni og markaður í Mosskógum í Mosfellsdal og markaður í Álafosskvos, Boot Camp keppnin, fornvélasýning – elsta flugvél landsins til sýnis á Tungubakkavelli – karamellukast, götugrill. Rauði krossinn með örnámskeið í skyndihjálp og endurlífgun á hátíðarsviði kl. 15. Lísa í Undralandi í Bæjarleikhúsinu kl. 16.
Stórtónleikar á Miðbæjartorgi: kl. 20.30-21.00: Meðlimir Memfismafíunnar hætta sér úr fylgsnum sínum til að leika og syngja lög af barnaplötunni sívinsælu “Gilligill” og hinni flunkunýju “Fágunarskóli prófessorsins á Diskóeyju”. Kl. 21-23: Baggalútur, Hafdís Huld, Steindi Jr, Ingó og Hreindís Ylfa og félagar. Listflug í upphaf tónleika og flugeldasýning í lokin. Stórdansleikur með Gildrunni í Íþróttahúsinu að Varmá að loknum tónleikum. Tívolí á Hlégarðstúni.
Sunnudagur 29. ágúst
Danskir dagar í Hlégarði, opið hús á Bakkakotsvelli, leitin að magnaðasta hundinum í Mosfellsbæ, atorkuhlaupið, hátíðardagskrá og kóraveisla í Íþróttahúsinu að Varmá, sölu- og sýningarbásar, Óperuídýfurnar Davíð og Stefán, stofutónleikar að Gljúfrasteini. Tívolí á Hlégarðstúni.Lísa í Undralandi í Bæjarleikhúsinu kl. 16.