Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. ágúst 2010

Nú stytt­ist í að fram­halds­skól­ar og há­skól­ar hefji störf eft­ir sum­ar­frí sem þýð­ir jafn­framt að nem­a­kort Strætó fara í um­ferð á ný.

Strætó bs. býð­ur nem­end­um með lög­heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem eru í fullu námi við fram­halds- og há­skóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu upp á nem­a­kort­in en þetta er ann­að árið sem þau eru boð­in í nú­ver­andi mynd.

Nem­a­kort­in nutu mik­illa vin­sælda á síð­asta skóla­ári en tæp­lega fimm þús­und náms­menn nýttu sér þenn­an kost. Í könn­un sem gerð var með­al not­enda síð­asta vet­ur af Við­skipta­fræði­stofn­un Há­skóla Ís­lands kom fram að yfir 90% voru ánægð­ir með nem­a­kort­ið og um 85% töldu það hafa hvetj­andi áhrif á notk­un þeirra á strætó. Sam­kvæmt könn­un­inni fara nem­a­kort­haf­ar að jafn­aði níu ferð­ir viku­lega með strætó.

Sala á nem­a­kort­un­um hófst í dag á vef Strætó. Hægt er að kaupa kort sem gilda ým­ist eina önn eða allt skóla­ár­ið og kosta þau fyrr­nefndu 8.000 kr. en kort sem gilda allt skóla­ár­ið 15.000 kr. Taka þarf þó fram að þar sem upp­lýs­ing­ar um skráða nem­end­ur hafa ekki borist frá öll­um skól­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þurfa nem­end­ur við­kom­andi skóla að bíða með pönt­un þar til skól­inn hef­ur skilað inn gögn­um til Strætó bs.

Það eru sveit­ar­fé­lög­in sjö á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Reykja­vík, Hafn­ar­fjörð­ur, Kópa­vog­ur, Garða­bær, Mos­fells­bær, Seltjarn­ar­nes og Álfta­nes, sem bjóða náms­mönn­um sveit­ar­fé­lag­anna þessi sér­kjör. Nem­a­kort­in eru hag­stæð­ur kost­ur fyr­ir náms­menn því þau eru um­tals­vert ódýr­ari en strætó­kort sem gilda í jafn­lang­an tíma. Mis­mun­ur­inn á fullu verði strætó­korts og verði nem­a­korts­ins er greidd­ur af því sveit­ar­fé­lagi sem við­kom­andi nem­andi hef­ur lög­heim­ili í.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00