Í dag kl. 16:00 verður mikið húllumhæ á Miðbæjartorginu okkar!
Í dag munu skátarnir og Afturelding sjá um skemmtilegheit á torginu okkar!
Skátarnir verða með sex metra háan klifurturn sem allir hugaðir mega klifra í! Auk þess ætla þeir að grilla brauð og popp á staðnum og kenna hverjum sem vill hvernig skal tálga spýtu.
Afturelding mætir með sparkmörk og fótbolta á staðinn og verða með ýmsar þrautir – fótboltamyndir í verðlaun fyrir alla sem taka þátt! Einnig munu ýmsir fótboltasnillingar sína listir sínar og leiðbeina hverjum sem vilja.
Missið ekki af þessu – mætum á torgið í góða veðrinu!
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos