Útimarkaður verður haldinn í Álafosskvos á bæjarhátíðinni, laugardag og sunnudag kl. 12-16.
Á boðstólnum verður ýmiss varningur til sölu en enn eru laus sölupláss og því eru áhugasamir hvattir til að setja sig í samband við umsjónarmann markaðarins, Gunnlaug B. Ólafsson.
Mikið verður um að vera í Kvosinni á bæjarhátíðinni. Auk útimarkaðarins verður opið í Álafossbúðinni laugardag kl. 8-16 og einnig verður Kaffi Álafoss opið frameftir kvöldi á laugardag og einnig á sunnudag.
Markaðurinn verður í tveimur stórum sölutjöldum og stendur fólki til boða að leigja sölupláss bæði laugardag og sunnudag gegn vægu gjaldi, 5.000 kr. lengdarmetrinn. Þeir sem vilja selja báða dagana greiða helmingsverð fyrir sunnudaginn.
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir