Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. júlí 2010

Leik­hóp­ur­inn Lotta sýn­ir nýj­asta verk sitt, Hans klaufa, á tún­inu við Hlé­garð á fimmtu­dag­inn 29. júlí kl. 18:00.

Áhorf­end­ur eru hvatt­ir til að klæða sig eft­ir veðri, taka teppi til að sitja á og mynda­vél en börn­in fá að hitta karakt­er­ana úr sýn­ing­unni og þá er gam­an að festa það á filmu. Miða­verð er 1.500 kr.

Verk­ið skrif­aði Ljóti hálf­vit­inn Snæ­björn Ragn­ars­son en auk Hans klaufa koma við sögu að­r­ar þekkt­ar per­són­ur úr æv­in­týra­heim­in­um. Þar má til dæm­is nefna Ösku­busku og froskaprins­inn. Verk­ið seg­ir frá því þeg­ar Aron prins og að­stoð­ar­mað­ur hans, Hans klaufi, koma heim úr löngu ferða­lagi. Þeg­ar heim kem­ur kom­ast þeir að því að ekki er allt með feldu. Norn hef­ur kom­ið þang­að í fjar­veru þeirra, lagt álög á kóngs­rík­ið og svæft alla þegna þess og til að bæta gráu ofan á svart breyt­ir hún Aroni prins í frosk. Nú eru góð ráð dýr og er það und­ir Hans klaufa kom­ið að aflétta álög­un­um og bjarga kóngs­rík­inu. Verst bara hvað hann er mik­ill klaufi.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00