Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin helgina 27.-29.ágúst og er dagskráin óðum að taka á sig mynd. Verður hún að vandafjölbreytt, metnaðarfull og skemmtileg. Hátíðin verður sett áMiðbæjartorgi föstudagskvöldið 27. ágúst og boðið verður upp á fjöldaspennandi viðburða alla helgina, víðs vegar um bæinn.
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin helgina 27.-29. ágúst og er dagskráin óðum að taka á sig mynd. Verður hún að vanda fjölbreytt, metnaðarfull og skemmtileg. Hátíðin verður sett á Miðbæjartorgi föstudagskvöldið 27. ágúst og boðið verður upp á fjölda spennandi viðburða alla helgina, víðs vegar um bæinn.
Við minnum fólk á að fara að huga að skreytingum í hverfislitunum því í fyrra skartaði bærinn sínu fegursta og er vonast til að bæjarbúar geri jafnvel enn betur í ár.
Útitónleikarnir á Miðbæjartorgi á laugardagskvöldinu eru sem fyrr hápunktur hátíðarinnar og munu landsþekktir tónlistarmenn koma fram að vanda.