Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. ágúst 2010

    Undirritun samnings um gerð umferðaröryggisáætlunarMos­fells­bær og Um­ferð­ar­stofa hafa und­ir­ritað samn­ing um gerð­um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­ar. Með samn­ingn­um skuld­bind­ur Mos­fells­bær sig til­að gera sér­staka um­ferðarör­ygg­is­áætlun, sem mið­ar að auknu­um­ferðarör­yggi í bæj­ar­fé­lag­inu.

    Mos­fells­bær og Um­ferð­ar­stofa hafa und­ir­ritað samn­ing um gerð­um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­ar. Með samn­ingn­um skuld­bind­ur Mos­fells­bær sig til­að gera sér­staka um­ferðarör­ygg­is­áætlun, sem mið­ar að auknu­um­ferðarör­yggi í bæj­ar­fé­lag­inu.

    Markmið með áætl­un­inni er að auka ör­yggiallra bæj­ar­búa og ann­arra sem leið eiga um bæ­inn. Stefnt er að fækkunó­happa og slysa í um­ferð­inni og því að öku­menn á öku­tækj­um í eigu­Mos­fells­bæj­ar leit­ist við að vera ávallt til fyr­ir­mynd­ar í um­ferð­inni.

    Um­ferða­stofa ann­ast fræðslu með­al­starfs­manna Mos­fells­bæj­ar í sam­starfi við for­ráða­menn þess.Um­ferð­ar­stofa að­stoð­ar jafn­framt við gerð áætl­un­ar­inn­ar og mark­mið­um­henn­ar.

    Sér­stök áhersla verði lögð á að­gerð­ir íþágu óvar­inna veg­far­enda, þ.e. gang­andi fólks og hjól­reiða­manna.Um­hverfi skóla, leik­skóla, fé­lags­mið­stöðva og íþrótta­mann­virkja verði­met­ið sér­stak­lega með til­liti til um­ferðarör­ygg­is.

     
    Frá und­ir­rit­un samn­ings Mos­fells­bæj­ar við Um­ferð­ar­stofu um gerð um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­ar. Frá vinstri Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri og Gunn­ar Geir Gunn­ars­son fram­kvæmda­stjóri um­ferðarör­ygg­is­sviðs Um­ferð­ar­stofu.
    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00