Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. júlí 2010

Vegna áforma um sér­hæfða heil­brigð­is­stofn­un og hót­el í tengsl­um við hana á reit í eigu bæj­ar­ins úr landi Sól­valla, er í bíg­erð til­laga að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi.

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar legg­ur til að að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2002-2024 verði breytt vegna áforma um sér­hæfða heil­brigð­is­stofn­un og hót­el í tengsl­um við hana. Meg­in­breyt­ing­in felst í því að skil­greint er nýtt um 6,2 ha svæði fyr­ir þjón­ustu­stofn­an­ir í Sól­valla­landi sunn­an Bjargsveg­ar skammt norð­an Hafra­vatns.

Stað­hætt­ir

Um­rædd­ur hluti Sól­valla­lands er lítt gró­inn mel­ur sem hall­ar til norð-aust­urs. Aust­an svæð­is­ins mun Hafra­vatns­veg­ur (Kóngs­veg­ur) liggja sam­kvæmt gild­andi að­al­skipu­lagi.

Að­koma að svæð­inu er fyr­ir­hug­uð frá Bjargsvegi sem ligg­ur norð­an lóð­ar­inn­ar þar sem hann teng­ist Hafra­vatns­vegi. Svæð­ið er í um 2,4 km fjar­lægð frá mið­bæ Mos­fells­bæj­ar og er í góð­um tengsl­um við meg­in­um­ferð­ar­kerf­ið í Mos­fells­bæ.

Gild­andi skipu­lag

Svæð­is­skipu­lag: Í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2001 – 2024 sem stað­fest var 19. 12. 2002 er um­rætt svæði í Sól­valla­landi sunn­an Bjargsveg­ar og aust­an fyr­ir­hug­aðr­ar legu Hafra­vatns­veg­ar skil­greint sem blönd­uð byggð eft­ir 2024.

Í til­lögu að breyttu svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2001-2024, sem aug­lýst verð­ur sam­hliða þess­ari breyt­ingu á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2002-2024, er af­mark­að­ur byggð­ar­reit­ur fyr­ir svæði fyr­ir þjón­ustu­stofn­an­ir í landi Sól­valla vest­an Akra, um 6,5 ha að stærð. Sam­kvæmt breyttri töflu 3.2 í grein­ar­gerð svæð­is­skipu­lags­ins er áætlað að á tíma­bil­inu 1998 – 2024 auk­ist at­vinnu­hús­næði í Mos­fells­bæ um 230 þús. m², en það er 32 þús. m² meiri aukn­ing en gert er ráð fyr­ir í óbreyttu svæð­is­skipu­lagi. Við­bót­ar­aukn­ing­in flokkast öll sem „sér­hæfð­ar bygg­ing­ar“.

Aðal- og deili­skipu­lag: Í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2002 – 2024 er svæð­ið í Sól­valla­landi sunn­an Bjargsveg­ar skil­greint sem opið, óbyggt svæði.

Breyt­ing á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2002-2024

Breyt­ing­ar á upp­drætti og grein­ar­gerð felast í eft­ir­far­andi:

Skil­greind­ur er nýr 6,2 ha byggð­ar­fleki fyr­ir þjón­ustu­stofn­an­ir í Sól­valla­landi sunn­an Bjargsveg­ar og vest­an fyr­ir­hug­aðr­ar legu Hafra­vatns­veg­ar á kostn­að op­ins óbyggðs svæð­is.

Um­hverf­isáhrif

Til­lag­an fel­ur ekki í sér nein­ar breyt­ing­ar á áður sam­þykkt­um áætl­un­um um fram­kvæmd­ir, sem háð­ar eru mati á um­hverf­isáhrif­um skv. við­auk­um við lög nr. 106/2000, s.s. um stofn­vegi eða tengi­braut­ir. Hún fell­ur því ekki und­ir lög nr. 105/2006 um um­hverf­is­mat áætl­ana.

Sam­kvæmt skrán­ingu Þjóð­minja­safns frá 2001 (Mos­fells­bær, forn­leif­a­skrán­ing, bráða­birgða­skýrsla) eru eng­ar þekkt­ar forn­minj­ar á svæð­inu.

Til­koma at­vinnu­hús­næð­is sunn­an nú­ver­andi og fyr­ir­hug­aðr­ar byggð­ar í Reykja­hverfi mun hafa í för með sér aukna um­ferð og er því fram­leng­ing Kóngs­veg­ar sam­kvæmt svæð­is- og að­al­skipu­lagi frá Reykjalund­ar­vegi að sjúkra­húslóð­inni nauð­syn­leg for­senda fyr­ir upp­bygg­ing­unni. Sjúkra­hús­ið mun þann­ig hafa beina teng­ingu við stofn­braut og ekki valda um­ferð­ar­vanda­mál­um í ná­læg­um hverf­um.

Breyt­ing­in er talin hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lag­ið þar sem hún stuðl­ar að auk­inni fjöl­breytni í at­vinnu­lífi og fjölg­un starfa í bæj­ar­fé­lag­inu. Hún er ekki talin hafa í för með sér um­tals­verð áhrif á and­rúms­loft, vist­kerfi, heilsu eða ör­yggi.

 

 

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00