Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­ar­blað­ið Mos­fell­ing­ur hef­ur stað­ið fyr­ir vali á Mos­fell­ingi árs­ins síð­an 2005. Blað­ið kynn­ir Mos­fell­ing árs­ins í fyrsta tölu­blaði hvers árs.

Mos­fell­ing­ur árs­ins 2023

Mos­fell­ing­ur árs­ins 2023 er skemmtikraft­ur­inn og höf­und­ur­inn Halldór Lax­ness Hall­dórs­son, bet­ur þekkt­ur sem Dóri DNA.

Dóri er ann­ar tveggja höf­unda sjón­varps­þáttarað­ar­inn­ar Aft­ur­eld­ing sem sýnd var á RÚV á síð­asta ári og fékk frá­bær­ar við­tök­ur. Serí­an hef­ur ver­ið sýnd víðs­veg­ar á Norð­ur­lönd­un­um og var m.a. valin besta nor­ræna sjón­varps­sería árs­ins í Sví­þjóð.

„Ég er djúpt snort­inn, þetta eru fyrstu verð­laun­in sem ég vinn á ævi minni og að þau komi úr þess­ari átt er þeim mun sæt­ara,“ seg­ir Dóri en samn­ing­ar um aðra þáttar­öð af Aft­ur­eld­ing­ar­þátt­un­um hafa þeg­ar ver­ið und­ir­rit­að­ir.

„Í mín­um huga er þetta ein­hvers kon­ar full­nægja á öllu þessu Aft­ur­eld­ing­ar­verk­efni og gott vega­nesti í næstu seríu. Við erum að skila fyrstu drög­um að seríu tvö í lok mán­að­ar­ins, við för­um enn dýpra í bæj­ar­líf­ið, hleyp­um smá póli­tík inn í þetta og skemmti­leg­um karakt­er­um. Við erum enn að velta upp hug­mynd­um en finn­um að það eru all­ir spennt­ir fyr­ir þessu. Ég tel að þess­ir þætt­ir hafi hreyft við bæn­um, það er ein­hver lenska að líta á okk­ur Mos­fell­inga sem sveitó en ef við horf­um á lista­fólk­ið sem kem­ur héð­an og hef­ur gert á und­an­för­um ára­tug­um þá erum við núna með Kal­eo, Ólaf Arn­alds og Sig­ur Rós á heims­svið­inu. Það er þetta af­slapp­aða við­mót sem við Mos­fell­ing­ar höf­um gagn­vart list­um sem er lyk­ill­inn að þess­ari vel­gengni lista­fólks héð­an, við þurf­um bara að halda áfram að hugsa stórt.“

Árið hef­ur ver­ið stórt hjá Dóra því auk Aft­ur­eld­ing­ar­þátt­anna er hann einn að­al­höf­und­ur kvik­mynd­ar­inn­ar Nort­hern Com­fort sem frum­sýnd var í sept­em­ber en sýn­ing­ar­rétt­ur hef­ur ver­ið seld­ur til fjöl­mar­gra landa. Uppist­ands­sýn­ing­in Dóri DNA, Eng­ar tak­mark­an­ir, var sýnd um allt land og m.a. fyr­ir fullu húsi í Hlé­garði.

„Í ár komst ég aft­ur á krea­tíva spor­ið, við Haddi með­höf­und­ur minn í Af­ur­eld­ingu erum að skrifa sam­an tvær að­r­ar sjón­varps­serí­ur. Gerð­um kvik­mynd­ina Nort­hern Com­fort sem var stórt verk­efni, Net­flix, er­lend­ir leik­ar­ar og allt á ensku. Við erum í sam­bandi við er­lenda að­ila sem vilja vinna með okk­ur en við vinn­um rosa­lega vel sam­an og sam­starf­ið al­gjör snilld.

Þeg­ar við skrif­uð­um fyrstu Aft­ur­eld­ing­ar­serí­una þá rýnd­um við vel í bæj­ar­líf­ið, það er svo gott að spegla sam­fé­lag­ið í Mos­fells­bæ því hér er allt. Töku­ferl­ið var al­gjört æv­in­týri og sam­starf­ið við alla sem komu að þátta­gerð­inni var frá­bært. Það voru marg­ir starfs­menn Mos­fell­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar sem fóru langt fram úr sín­um hlut­verk­um og gerðu svo miklu meira fyr­ir okk­ur en þeim bar og fyr­ir það erum við rosa­lega þakk­lát. Það er einn Mos­fell­ing­ur sem verð­ur að fá risa hrós en það er Ás­geir Jóns­son sem sá um að þjálfa stelp­urn­ar í hand­bolta og koma með hand­bolta­sýn­ina inn hand­rit­ið. Við skil­um hand­riti í vor og ef allt geng­ur að ósk­um þá her­tök­um við bæj­ar­fé­lag­ið aft­ur næsta vor. Það eru marg­ar hug­mynd­ir í gangi. Mögu­lega verð­ur einn leik­mað­ur liðs­ins far­inn að leita út í at­vinnu­mennsku og okk­ur lang­ar að sýna hvern­ig at­riði eins og lóðarifr­ildi í bæj­ar­stjórn get­ur haft áhrif eða af­leið­ing­ar í hand­bolt­an­um hjá 3. flokki.

Ég er svo­lít­ið gjarn á að hugsa sjálf­an mig í bak­sæt­inu, en árið 2025 verð ég fer­tug­ur og þá ætla ég að gefa út bók sem fjall­ar að miklu leyti um lík­ams­vit­und og það að vera feit­ur en er samt skemmtisaga. Þá ætla ég líka að stefna á að vera með uppistand í 1.000 manna sal og halda upp á fer­il­inn.

Það er mér gríða­leg­ur heið­ur að hljóta þenn­an tit­il, er alltaf sendi­herra Mos­fells­bæj­ar hvar sem ég er í heim­in­um. Mos­fells­bær hef­ur breyst mik­ið frá því ég ólst hér upp en í allri minni sköp­un leita ég í upp­run­ann, yf­ir­leitt er ég að lýsa Mos­fells­bæ æsku minn­ar. Ég veit að þetta hljóm­ar kannski lúða­lega en Mos­fells­bær gaf mér rödd, gaf mér af­stöðu til að sjá hlut­ina í ákveðnu ljósi og þetta er það eina sem ég á sem lista­mað­ur,“ seg­ir Dóri að lok­um.


Full­trú­ar fyrri ára

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00