Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fell­ing­ur árs­ins 2018

Ósk­ar Vídalín hef­ur ásamt öfl­ug­um hópi stofn­að Minn­ing­ar­sjóð Ein­ars Darra og hrint að stað þjóðar­átak­inu Ég á bara eitt líf.

Ósk­ar missti 18 ára gaml­an son sinn Ein­ar Darra í maí sl. eft­ir neyslu lyf­seð­ils­skyld­ara lyfja. „Ég er ótrú­lega þakk­lát­ur og tek á móti þess­ari við­ur­kenn­ingu fyr­ir hönd okk­ar allra sem standa að Minn­ing­ar­sjóðn­um. Við höf­um feng­ið mikla hjálp og frá­bær­ar mót­tök­ur alls stað­ar, Mos­fell­ing­ar hafa sýnt okk­ur mik­inn stuðn­ing og styrk og fyr­ir það erum við gríð­ar­lega þakk­lát,“ seg­ir Ósk­ar.

Það eru for­eldr­ar og syst­ur Ein­ars Darra, þau Ósk­ar Vídalín, Bára Tóm­as­dótt­ir, Andrea Ýr og Aníta Rún sem eru for­svars­menn Minn­ing­ar­sjóðs­ins.

„Við ákváð­um fljót­lega eft­ir frá­fall Ein­ars Darra þeg­ar við átt­uð­um okk­ur á hve neysla lyf­seð­il­skyldra lyfja væri stórt vanda­mál með­al ung­menna að stofna minn­ing­ar­sjóð í hans nafni. Við vild­um nálg­ast þetta verk­efni í kær­leika því það er al­veg í anda Ein­ars Darra. Mark­mið­ið er að opna um­ræð­una og vekja at­hygli á vanda­mál­inu því við upp­götv­uð­um hvað við viss­um lít­ið og hvað þetta kom okk­ur mik­ið á óvart.“