Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fell­ing­ur árs­ins 2019

Hilm­ar sem er húsa­smíða­meist­ari og rek­ur fyr­ir­tæk­ið H-verk er með­lim­ur í karla­þrek­inu í World Class og fasta­gest­ur í Lága­fells­laug.

Þann 28. janú­ar 2019 ákvað Hilm­ar að fá sér sund­sprett eft­ir æf­ingu. Það má segja að hann hafi ver­ið rétt­ur mað­ur á rétt­um stað því hann bjarg­aði sund­laug­ar­gesti frá drukkn­un sem hafði ver­ið við köf­un í laug­inni.

„Þeg­ar ég var að synda eft­ir æf­ing­una sá ég mann liggja á botn­in­um, þetta var í dýpri enda laug­ar­inn­ar og ég sá strax að þarna var ekki allt með felldu. Ég kaf­aði eft­ir mann­in­um, það tókst ekki í fyrstu til­raun en í ann­ari til­raun náði ég til hans. Ég náði svo að kalla á hjálp við að koma mann­in­um upp á bakk­ann,“ seg­ir Hilm­ar.

„Það var heppi­legt að á staðn­um var mað­ur sem starf­að hef­ur sem slökkvi­liðs­mað­ur í fjölda­mörg ár og kunni vel til verka í svona að­stæð­um. Okk­ur tókst að koma mann­in­um upp á bakk­ann og þá hóf­ust strax lífg­un­ar­tilraun­ir.“

„Það var strax far­ið að hnoða hann en það leið alla­vega mín­úta þar til hann fór að sýna smá lífs­mark. Sjúkra­flutn­inga­menn­irn­ir voru fljót­ir á stað­inn enda gott að vita af þeim í ná­grenn­inu.

Það er mjög skrít­ið að lenda í svona að­stæð­um, mað­ur fram­kvæm­ir bara ósjálfrátt eft­ir bestu getu en fær svo svo­lít­ið sjokk á eft­ir þeg­ar mað­ur átt­ar sig á hvað hef­ur gerst. Þetta er ekki skemmti­leg upp­lif­un en það var gott að allt fór vel en all­ir að­il­ar sem komu að þessu, starfs­menn og aðr­ir, stóðu sig með prýði. Ég var bara einn hlekk­ur í keðju sem vann gott verk,“ seg­ir Hilm­ar að lok­um og þakk­ar þann heið­ur sem hon­um er sýnd­ur með nafn­bót­inni Mos­fell­ing­ur árs­ins.