Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fell­ing­ur árs­ins 2021

Elva Björg er tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræð­ing­ur og hóf störf sem leið­bein­andi í handa­vinnu árið 2010 og tók svo við starfi for­stöðu­manns 2013 hjá Mos­fells­bæ.

„Ég er bara mjög snort­in, ég átti alls ekki von á þessu,“ seg­ir Elva Björg þeg­ar henni er til­kynnt um nafn­bót­ina.

„Ég er fyrst og fremst þakk­lát og þið eruð að koma mér rosa­lega á óvart. Þetta er mjög skemmti­leg byrj­un á ár­inu og gam­an að fá klapp á bak­ið. Ég vil auð­vitað til­einka öll­um eldri borg­ur­um í Mos­fells­bæ þessa við­ur­kenn­ingu,“ bæt­ir hún við þeg­ar hún frétt­ir að und­ir­skriftal­ist­ar hafi geng­ið manna á milli með áskor­un um að velja hana Mos­fell­ing árs­ins. Eldri borg­ar­ar eru greini­lega mjög ánægð­ir með henn­ar störf.

„Ég finn fyr­ir þakklæti í mínu starfi á hverj­um degi og það eru sann­kölluð for­rétt­indi að vinna með eldri borg­ur­um. Hjá okk­ur er gleði alla daga og á bakvið hvert and­lit býr svo mik­il saga sem gam­an að er að fræð­ast um. Það er ekki sjálf­gef­ið að vinna við það sem gef­ur manni svona mik­ið í líf­inu.

Mitt starf er fólg­ið í því að vera eldra fólk­inu inn­an hand­ar enda er ég fyrst og fremst að vinna fyr­ir þau. Þau eiga jafn­an frum­kvæð­ið að því sem þau vilja gera og í sam­ein­ingu setj­um við upp skemmti­lega dagskrá.

Það er auð­vitað krefj­andi á tím­um Covid að halda starf­sem­inni gang­andi en við höf­um náð að halda okk­ar striki ótrú­lega vel í gegn­um þetta allt sam­an. Stjórn­völd eru líka búin að greina það að mik­il­væg­ara sé að halda úti starf­semi þessa ald­urs­hóps en að setja á frost. Tóm­stund­ir eru ekki bara fyr­ir fólk sem vill sitja og prjóna. Það er svo margt hægt að gera og öll vilj­um við verða göm­ul og búa okk­ur vel í hag­inn.“

Elva Björg tek­ur við við­ur­kenn­ing­unni úr hönd­um Hilmars Gunn­ars­son­ar rit­stjóra Mos­fell­ings. Stytt­an er eft­ir leir­lista­kon­una Þóru Sig­ur­þórs­dótt­ur.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00