Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fell­ing­ur árs­ins 2007

Jó­hann Ingi bjarg­aði lífi tveggja ára stúlku sem hafði ver­ið á kafi í tæp­ar tvær mín­út­ur áður en end­u­lífg­un hófst. Hann gafst ekki upp þrátt fyr­ir lít­inn ár­ang­ur í fyrstu en eft­ir ít­rek­að­ar til­raun­ir komst hún til með­vit­und­ar. Jó­hann Ingi hafði ný­lok­ið skyndi­hjálp­ar­nám­skeiði og átti ekki von á því að þurfa nýta þessa kunn­áttu eft­ir að hafa starf­að í ein­ung­is viku við sund­laug­ina.

„Þetta er krafta­verki lík­ast og þessi at­burð­ur á seint eft­ir að líða mér úr minni. Það besta við þetta er að stúlk­unni varð ekki meint af.” Jó­hann Ingi er 18 ára gam­all og mæl­ir hik­laust með því að fólk læri skyndi­hjálp og kunni að nota hana.