Mosfellingur ársins 2017
Jón Kalman er einn af fremstu rithöfundum þjóðarinnar og hefur margsinnis verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs auk þess að hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin.
„Maður er bara glaður að fólki finnst ástæða til þess að velja mig,“ segir Jón um útnefningu Mosfellings. „Þá kannski hefur maður gert eitthvað gott.“
Fyrsta bók Jóns kom út árið 1988 og á hann því 30 ára rithöfundaafmæli á árinu. Hann hefur gefið út 3 ljóðabækur og 12 skáldsögur.
Jón Kalman býr með eiginkonu sinni, börnum og hundi í Svöluhöfða og hefur fjölskyldan búið í Mosfellsbæ í rúm 20 ár.