Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fell­ing­ur árs­ins 2015

Sigrún vann það þrek­virki á ár­inu 2015 að synda fyrst ís­lenskra kvenna yfir Ermar­sund­ið. Sigrún sem hef­ur stund­að sjó­sund und­an­far­in ár og hafði áður synt boðsund í tvígang yfir Ermar­sund­ið sem varð kveikj­an að því að hana lang­aði að gera þetta ein. Ermar­sund­ið er stund­um kall­að „Mount Ev­erest sund­manna,“ en að synda yfir sund­ið er eitt og sér mik­ið af­rek, en þrek­virki Sigrún­ar verð­ur lík­lega seint leik­ið eft­ir. Bak­grunn­ur Sigrún­ar í íþrótt­um er eng­inn og lærði hún skriðsund fyr­ir þrem­ur árum síð­an. Þetta af­rek henn­ar er því ótrú­legt.

„Þetta er æð­is­legt, ég var til­nefnd sem mað­ur árs­ins af ýms­um fjöl­miðl­um en það er ótrú­leg­ur heið­ur að hljóta nafn­bót­ina Mos­fell­ing­ur árs­ins, það er svaka­lega skemmti­legt,“ seg­ir Sigrún og bæt­ir við að hún sé alltaf end­ur­nærð þeg­ar hún komi upp úr sjón­um, skilji áreiti og áhyggj­ur eft­ir og finni fyr­ir meiri jarð­teng­ingu.