Mosfellingur ársins 2020
Sigmar sem er fæddur og uppalinn á Egilsstöðum hefur verið búsettur í Mosfellsbæ frá árinu 2007 og segist kunna vel við bæjarbraginn og hafa langað að synir hans myndu alast upp í samfélagi eins og Mosfellsbær er.
Nýlega opnaði Sigmar opnaði veitingastaðinn Barion í Mosfellsbæ.
„Það er skemmst frá því að segja að viðbrögðin við Barion hafa verið fram út björtustu vonum, þrátt fyrir að standa frammi fyrir stórum rekstraráskorunum vegna COVID-19. Við lögðum upp með að skapa stað fyrir alla Mosfellinga, bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil á góðu verði, góða þjónustu ásamt því að standa fyrir alls konar viðburðum. Okkur hefur verið tekið rosalega vel og fyrir það erum við þakklátir. Á árinu opnuðum við einnig Barion Bryggjuna og Minigarðinn, en þess má geta að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru og verða í Mosó.“
Sigmar Vilhjálmsson tekur við viðurkenningunni úr höndum Hilmars Gunnarssonar ritstjóra Mosfellings.