Mosfellingur ársins 2014
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings, afhendir Jóhönnu verðlaunin.
Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir var fyrsti sigurvegari The Biggest Loser á Íslandi.
„Það hefur orðið kúvending í mínu lífi og árið 2014 var vægast sagt viðburðaríkt. Ég fór að hugsa um heilsuna og setti sjálfa mig í fyrsta sætið. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég skráði mig í The Biggest Loser og ætlaði mér frá byrjun að vinna þetta,“ segir Jóhanna.
Jóhanna léttist um rúm 52 kg og hafði lést um 12 kg áður en þættirnir hófust.
„Næsta skref er að hjálpa öðrum,“ segir Jóhanna sem stefnir að því að útskrifast sem einkaþjálfari í vor.