Mál númer 201008593
- 8. febrúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #688
Skýrsla samráðshóps SSH um þjónustu við fatlað fólk.
Afgreiðsla 251. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 688. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. janúar 2017
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #251
Skýrsla samráðshóps SSH um þjónustu við fatlað fólk.
Skýrsla samráðshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um málefni fatlaðs fólks 2015-2016 kynnt.
- 17. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #640
Framlenging á samningi um samstarf SSH vegna þjónustu við fatlað fólk
Afgreiðsla 225. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 640. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. desember 2014
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #225
Framlenging á samningi um samstarf SSH vegna þjónustu við fatlað fólk
Lagt fram.
- 21. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #627
Skýrsla um vinnustaði fatlaðs fólks á svæði sveitarfélaga SSH í kraganum.
Afgreiðsla 217. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 627. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
- 13. maí 2014
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #217
Skýrsla um vinnustaði fatlaðs fólks á svæði sveitarfélaga SSH í kraganum.
Niðurstöður könnunar í desember 2013 á starfsemi vinnustaða fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkurborgar, kynnt. Fjölskyldunefnd tekur undir álit samráðshóps SSH um málefni fatlaðs fólks og hvetur til þess að velferðarráðuneytið taki ákvörðun um hvort núverandi fyrirkomulag varðandi staðsetningu og rekstur málaflokksins muni verða áfram hjá sveitarfélögunum. Ríkjandi óvissa um þetta atriði hefur staðið allri þróun og uppbyggingu hæfingarstöðva fyrir þrifum.
- 25. september 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #611
Skýrsla samráðshóps SSH og matsteymis árið 2012, ásamt tillögum um gæðamat, innra eftirlit og kostnað við verkefnið.
Afgreiðsla 209. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 10. september 2013
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #209
Skýrsla samráðshóps SSH og matsteymis árið 2012, ásamt tillögum um gæðamat, innra eftirlit og kostnað við verkefnið.
Skýrsla samstarfshóps SSH um málefni fatlaðs fólks árið 2012 kynnt. Ennfremur er kynnt tillaga starfshóps um eftirlit með þjónustu við fatlað fólk sbr. bréf dags. 19 júlí 2013. Fjölskyldunefnd vísar málinu um ráðningu sameiginlegs starfsmanns sbr. tillögu hópsins til fjárhagsáætlunar 2014.
- 12. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1083
Áður á dagskrá 1078. fundr bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að samþykkja framlagða umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. - 5. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1082
Afgreiðsla 194. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 1082. fundi bæjarráðs. - 3. júlí 2012
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #194
Fjölskyldunefnd mælir með því að tillaga um áframhaldandi fyrirkomulag á starfi mats- og inntökuteymis og hlutverki þess verði samþykkt.
- 20. júní 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #583
Samráðshópur framkvæmdastjóra félagsþjónustu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir afstöðu til greinargerðar umframtíð og hlutverk mats- og inntökuteymis fatlaðs fólks á svæði SSH.
<DIV>Afgreiðsla 1078. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 583. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 14. júní 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1078
Samráðshópur framkvæmdastjóra félagsþjónustu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir afstöðu til greinargerðar umframtíð og hlutverk mats- og inntökuteymis fatlaðs fólks á svæði SSH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til umsagnar.
- 28. mars 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #577
<DIV>Erindið lagt fram á 190. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 577. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 20. mars 2012
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #190
Lagt fram.
- 15. desember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #548
<DIV><DIV>Afgreiðsla 166. fundar fjölskyldunefndar, varðandi yfirfærslu á málefnum fatlaðra, lögð fram á 548. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 15. desember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #548
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað sitt varðandi fyrirkomulag þjónustu Mosfellsbæjar m.a. vegna flutnings málefna fatlaðra til sveitarfélagsins.
Afgreiðsla 1007. fundar bæjarráðs samþykkt á 548. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 2. desember 2010
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #166
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs segir frá tillögum, minnisblaði dags. 28. nóvember 2010 sem lögð var fyrir bæjarráð 2. desember 2010 og samþykkt ráðsins á tillögunum.
- 2. desember 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1007
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað sitt varðandi fyrirkomulag þjónustu Mosfellsbæjar m.a. vegna flutnings málefna fatlaðra til sveitarfélagsins.
Á fundinn undir þessu dagskrárlið voru mætt, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Til máls tóku: HS, UVI, HSv, BH, JS og JJB.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs fór yfir og útskýrði fyrirkomulag og innra skipulag á sviðinu í tengslum við flutning á málefnum fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélagsins sem fram fer um næst komandi áramót. Í þessu sambandi heimilar bæjarráð auglýsingu á nýju stöðugildi á sviðinu.
- 1. desember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #547
<DIV><DIV>Erindið var lagt fram á 165. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 547. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 23. nóvember 2010
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #165
Kynnt minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 22.11.2010 um stöðu undirbúnings verkefnisins í Mosfellsbæ.
- 3. nóvember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #545
Afgreiðsla 163. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 545. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 26. október 2010
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #163
Kynnt bréf frá Ási styrktarfélagi, Landssamtökunum Þroskahjálp, Sjálfsbjörgu landssambandi og Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra þar sem óskað eftir að fulltrúar Mosfellsbæjar mæti á kynningarfund 9. nóvember 2010 um stöðu tilfærslu á þjónustu ríkisins við fatlað fólk til sveitarfélaga. Samþykkt að formaður og framkvæmdastjóri mæti á fundinn.
- 20. október 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #544
Afgreiðsla 162. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 544. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. október 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #544
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs hefur framsögu um undirbúning að flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaganna um nk. áramót.
<DIV><DIV>Erindið lagt fram á 544. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 20. október 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #544
Afgreiðsla 996. fundar bæjarráðs samþykkt á 544. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 13. október 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #997
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs hefur framsögu um undirbúning að flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaganna um nk. áramót.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætti Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs.
Farið var yfir og kynnt staða mála vegna undirbúnings á flutningi á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga sem fram fer um næstu áramót. Umræður fóru fram um málið.
Til máls tóku: UVI, HSv, SÓJ, KT, JS, BH, HS og JJB.
- 12. október 2010
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #162
Fjölskyldunefnd felur framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að undirbúa samráð við hagsmunaaðila vegna yfirfærslu á þjónustu við fatlaðra til sveitarfélagsins.
- 7. október 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #996
Til máls tóku: HS, UVI, HSv, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að halda sérstakan kynningarfund með bæjarráði vegna flutnings á málefnum fatlaðra.
- 6. október 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #543
<DIV>Til máls tóku: JJB, HSv, JS, HS, BH og HP.</DIV><DIV>Afgreiðsla 161. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 543. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 28. september 2010
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #161
<DIV><DIV><DIV>Kynnt staða máls vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks. Vísað til áframhaldandi kynningar og umræðu á næsta fundi.</DIV></DIV></DIV>