13. október 2010 kl. 14:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Urðunarstaður Sorpu bs. á Álfsnesi, varnir gegn lyktarmengun.201002022
Engin lögn lögð fram. Dagskrárliðurinn hefst á heimsókn til Sorpu bs. í Álfsnesi.
Bæjarráð fór í vettvangsskoðun til Sorpu bs. á Álfsnesi til að kynna sér starfshætti og meðferð við urðun sorps og þá sérstaklega hvað varðar varnir gegn lyktarmengun. Eftir vettvangsskoðun um svæðið var fundað með forsvarsmönnum Sorpu bs.
2. Málefni fatlaðra, yfirfærsla frá ríki til sveitarfélaga201008593
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs hefur framsögu um undirbúning að flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaganna um nk. áramót.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætti Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs.
Farið var yfir og kynnt staða mála vegna undirbúnings á flutningi á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga sem fram fer um næstu áramót. Umræður fóru fram um málið.
Til máls tóku: UVI, HSv, SÓJ, KT, JS, BH, HS og JJB.
3. Tillaga um sérstaka nefnd sem falið verður að skoða möguleika Mosfellsbæjar í orkumálum2010081792
Áður á dagskrá 992. fundar þar sem bæjarstjóra var falið að taka saman gögn um málið. Minnisblað verður lagt á fundargátt eftir helgina.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætti Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Umræður fóru fram um stöðu og horfur í orkumálum Mosfellsbæjar þ.e. varðandi heitt og kalt vatn og fráveitumál.
Til máls tóku: HSv, JBH, SÓJ, JS, JJB, HS, BH og KT.