14. júní 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fyrirspurn frá Eftirlitsstofnun EFTA um sérleyfi201205262
Framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var á 1077. fundi falið að undirbúa drög að svari við erindinu og leggja fyrir næsta fund. Hjálögð eru drög að svari.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu, en ekki er um það að ræða að Mosfellsbær hafi gert sérleyfa saminga við auglýsinga- eða kynningarfyrirtæki sem færir þeim einkaleyfi á birtingu auglýsinga, eins og því er lýst í bréfi EFTA.
2. Úttekt á ástandi eldri hverfa201201381
Lagðar fram tvær tillögur að forgangsröðun vegna endurbóta í eldri hverfum Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: HS, BH og HSv.
Erindið lagt fram til kynningar.
3. Málefni fatlaðs fólks, yfirfærsla frá ríki til sveitarfélaga201008593
Samráðshópur framkvæmdastjóra félagsþjónustu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir afstöðu til greinargerðar umframtíð og hlutverk mats- og inntökuteymis fatlaðs fólks á svæði SSH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til umsagnar.
4. Skrifstofu og starfsaðstaða ungmennafélagsins Aftureldingar201205171
Erindi Aftureldingar varðandi skrifstofu og starfsaðstöðu.
Til máls tóku: HS, JS, HSv, JJB, BH og BBr.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
5. Erindi SSH varðandi samstarf vegna þjónustu við fatlaða2011081805
Erindi frá SSH þar sem óskað er eftir að fjallað verði um tillögur varðandi sameiginlegt útboð á akstri vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til umsagnar.
6. Erindi Lagastoðar ehf. varðandi byggingarréttargjald201206027
Erindi frá Lagastoð ehf. þar sem óskað er eftir lækkun á byggingarréttargjöldum.
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, BH, SÓJ og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar.
7. Erindi Félags heyrnarlausra varðandi styrk201206039
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til umsagnar.
8. Erindi Afls, varðandi styrk201206042
Til máls tóku: HS, JJB og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til umsagnar.
9. Malbikun og yfirlagnir í Mosfellsbæ 2012201206066
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi malbikun og yfirlagnir í Mosfellsbæ 2012.
Til máls tóku: HS, JJB og HSv.
Erindið lagt fram til kynningar og upplýsinga fyrir bæjarráð.
10. Erindi, tillögur (verkefnahóps 5) vegna tónlistarskóla og listmenntun201206101
Erindi frá SSH þar sem óskað er eftir afstöðu til tillagna verkefnahóps um tónlistarskóla og listmenntun.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs og fræðslunefndar til umsagnar.